Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33