Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2014 20:21 Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli. Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Sjá meira
Landsbankinn á í viðræðum um sölu á 38 prósenta hlut sínum í Valitor hf., útgefanda VISA á Íslandi, til Arion banka. Hluturinn í Valitor var ekki auglýstur og seldur í opnu söluferli en það sama gerðist þegar Landsbankinn seldi hlutabréf sín í Borgun hf. Arion banki fer sem stendur með 60,78 prósenta hlut í Valitor og Landsbankinn með 38 prósent. Ef salan gengur í gegn mun Arion banki fara með 98,8 prósenta hlut í fyrirtækinu. „Við fengum álitlegt tilboð frá Arion banka í okkar hlut í Valitor. Þetta gengur ágætlega að ræða saman,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Eins og áður segir var hlutur bankans í Valitor ekki auglýstur til sölu. Landsbankinn seldi nýverið 31,2 prósenta hlut sinn í Borgun hf., útgefanda Mastercard á Íslandi, til hóps fjárfesta fyrir 2,2 milljarða króna. Salan á bréfunum í Borgun hf. sætti nokkurri gagnrýni þar sem ekki var um opið söluferli að ræða heldur hafði hópur fjárfesta samband við bankann að fyrra bragði með það fyrir augum að kaupa bréfin. Í hópnum sem keypti bréfin í Borgun hf. er Einar Sveinsson föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Steinþór Pálsson segir að Landsbankinn hafi ekki verið í aðstöðu til að kalla eftir upplýsingum um Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi. Þá hafi bankinn haft takmarkaða aðkomu að félaginu vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Þess vegna hafi verið mjög erfitt eða ómögulegt að selja hlutinn í Borgun hf. í opnu söluferli en rík upplýsingaskylda hvílir á bankanum í slíkum tilvikum.Fyrst að Landsbankinn hafði mjög takmarkaðan aðgang að upplýsingum um Borgun hf. Hvernig vissi bankinn að hann væri að fá gott verð fyrir bréfin? „Við gátum fengið ákveðnar takmarkaðar upplýsingar, án þess að fá nokkrar upplýsingar um okkar samkeppnisaðila (Íslandsbanka hf. stærsta hluthafa Borgunar). Við mátum það svo að svona hátt verð, sem skilaði bankanum svona góðum hagnaði, það væri réttlætanlegt að grípa það tækifæri,“ segir Steinþór. Hann segir ólíklegt að hluturinn í Valitor hf. fari í opið söluferli. „Valitor er dótturfélag Arion banka. Þar erum við í sama myrkrkinu þannig að það eiga sömu sjónarmið við. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það. Við munum meta það á næstu dögum hvað við getum gert í þeirri stöðu en sömu ástæður og gilda um Borgun eiga jafn ríkt við um Valitor.“ Steinþór að sala á hlutum Landsbankans í kortafyrirtækjunum sé undantekning frá þeirri meginreglu sem gildir að eignir bankans séu seldar í opnu söluferli.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07 Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Sjá meira
Þingmaður Framsóknar undrast söluferlið á Borgun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spyr hvort gamlir draugar séu komnir á kreik við sölu Landsbankans á hlut bankans í Borgun. 28. nóvember 2014 12:07
Landsbankinn selur hlut sinn í Borgun Landsbankinn undirritaði í dag samning um sölu á 31,2% eignarhlut sínum í Borgun hf. Söluverðið er 2.184 milljónir króna. 25. nóvember 2014 16:33