Engin slys en þónokkuð tjón víða 1. desember 2014 07:22 Vísir/Ernir Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi. Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Ekki er vitað til að nein alvarleg slys hafi orðið í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt og verulega hefur dregið úr vindi nema hvað nokkuð hvasst er enn sumstaðar á Norðurlandi. Allt að 350 björgunarsveitarmenn voru við störf á Suðvesturlandi langt fram eftir kvöldi og síðan var farið að kalla út sveitir fyrir norðan, sem voru við störf fram undir morgun. Víða höfðu gluggar brotnað , hurðir fokið upp, heilu skúrarnir fokið um koll, gámar og þakplötur fokið á bíla, klæðningar losnað og sólpallar skekkst, girðingar fokið niður og tré fallið. Mesti stöðugi vindhraðinn mældist á nokkkrum stöðum 29 metrar á sekúndu, sem telst ofsaveður og sumstaðar fór vindurinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. Hjálparbeiðnum ringdi inn til björgunarsveita og lögreglu og sumstaðar tóku slökkviliðsmenn þátt í hjálparstarfinu. Á Tjörnesi fauk 20 metra langur þakgluggi af nýju fjósi, en kýrnar sakaði ekki. Hvergi er vitað um stórtjón á einhverjum einum stað, en tjón varð víða þannig að heildartalan mun sjálfsagt hlaupa á mörgum milljónum króna. Innanlandsflug var fellt niður og mikil röskun varð á millilandaflugi. Nokkrar millilandaferðir voru felldar niður og ein vélin varð að lenda á Akureyrarflugvelli. Um tíma slokknaði á umferðarljósum á nokkrum gatnamótum í borginni. Strætóferðir voru felldar niður þegar veðurhamurinn var sem mestur og sára fáir voru á ferð á einkabílum. Sárafá fiskiskip voru á sjó og þau flest í vari. Þó fékk eitt þeirra á sig brotsjó djúpt vestur af Snæfellsnesi í nótt. Við það brotnuðu rúður í íbúðargangi og sjór fór að fossa um gangana, en skipverjum tókst að þétta gluggana á ný. Tveir erlendir ferðamenn hringdu í Neyðarlínuna í nótt og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir sátu í föstum bíl sínum á Kjalvegi. Björgunarmenn voru sendir frá Blönduósi og komu þeir að ferðamönnunum, heilum á húfi, laust fyrir klukkan sex í morgun. Búast má við að víða komi tjón í ljós þegar birtir af degi.
Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira