Keflvíkingar hoppuðu upp um þrjú sæti rétt fyrir jólafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2014 21:13 Guðmundur Jónsson Vísir/Daníel Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira