Sport

Jólakortið er ósk um að framkvæmdastjórinn verði rekinn

Nagle-fjölskyldan er hress.
Nagle-fjölskyldan er hress.
Það er misjafnt hvað stuðningsmenn íþróttaliða taka gengi liðanna mikið inn á sig.

Rich Nagle, grjótharður stuðningsmaður NFL-liðsins, New York Jets er búinn að fá sig fullsaddann á lélegu gengu Jets og kennir framkvæmdastjóranum, John Idzik, um.

Það verður ekki annað sagt en að Nagle-fjölskyldan taki þetta mál alla leið í ár því á jólakortinu til vina og ættingja óskar fjölskyldan þess að jólagjöfin í ár verði sú að Idzik verði rekinn.

Rich segir að hugmyndin hafi komið frá eiginkonu hans sem var búin að fá nóg af því að hlusta á hann væla um Idzik og Jets. Með jólakortinu kæmist stemningin á Nagle-heimilinu vel til skila.

Flestum stuðningsmönnum Jets er reyndar meinilla við Idzik. Það er til vefsíða, FireJohnIdzik.com, sem segir margt um hug þeirra til framkvæmdastjórans. Svo eru skilti víða á svæðinu þar sem hann er beðinn um að hætta og svo er búið að skipuleggja mótmæli gegn Idzik á síðasta heimaleik liðsins um helgina.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×