Útlit fyrir hvít, köld og vindasöm jól Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. desember 2014 13:37 Páll Bergþórsson spáir hvítum jólum. Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu. Veður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Útlit er fyrir að jólin verði hvít og ansi köld. Þetta segir Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir að bæði aðfangadagur og jóladagur verði afar kaldir um nánast allt land. „Já, það eru allar líkur á því að jólin verði köld og hvít. Það getur orðið allt að tíu stiga frost báða jóladagana. En fram að jólum er ekki útlit fyrir mikið frost.“ Páll býst við snjókomu og éljagangi fram að jólum og telur að veðrið verði svipað um allt land. „Mestu hlýindin verða líklegast sumsstaðar við Suðurströndina, undir Eyjafjöllum þá helst,“ útskýrir hann. Norska veðurstofan spáir einnig hvítum og köldum jólum og víðsvegar á landinu er útlit fyrir mikinn vind. Um miðjan nóvember var Páll beðinn að spá fyrir um hvort jólin yrðu hvít eða rauð. Hann sagði mjög erfitt að spá svo langt fram í tímann, en taldi líklegra að jólin yrðu rauð. En síðan þá hefur snjóað mikið og kólnað, eitthvað sem var ófyrirsjáanlegt. „Það eru engin sambönd svo langt inn í framtíðina,“ sagði hann þá. Spá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólahringinn lítur svo út: Suðvestan 13-18 m/s og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.Næstu daga er spáin svo:Á föstudag: Norðan og norðaustustan 13-20 m/s, hvassast NV-til fyrir hádegi, en A-lands um kvöldið. Snjókoma eða él, en bjart með köflum S-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.Á laugardag: Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu eða slyddu og rigning um kvöldið, fyrst SV-lands. Hægara og úkomulítið NA-lands fram á kvöld. Hlýnandi veður í bili.Á sunnudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur. Rofar til SV-til seinni partinn. Kólnandi veður.Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa): Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið SV-til. Fremur svalt í veðri.Norska veðurstofan býst við miklum kulda á jóladag og annan í jólum. Í spá norsku veðurstofunnar fyrir Reykjavík kemur fram að allt að vindurinn á aðfangadagskvöldi verði allt að fimmtán metrar á sekúndu. Á Akureyri verður lítill vindur, kalt og örlítil snjókoma; sannkallað jólaveður. Svipaða sögu er að segja á Egilsstöðum, en þar dettur allt í dúnalogn um klukkan 18 á aðfangadagskvöld, samkvæmt spánni. Á Ísafirði er búist við allt að sjö metrum á sekúndu og snjókomu á aðfangadagskvöld, en síðan lægir á jóladag, en kólnar töluvert. Á Ísafirði er búist við eins stigs hita á aðfangadagskvöld en þar verður vindasamt, allt að fimmtán metrar á sekúndu.
Veður Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira