Mjög slæmt veður er á suðvestanverðu landinu, m.a. á Höfuðborgarsvæðinu en nú hefur vegurinn frá Rauðavatni austur yfir Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli verið lokaður.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Sömuleiðis er lokað á Kjalarnesi frá Þingvallaafleggjara upp í göng. Varað er við óveðri á Grindavíkurvegi en hálka er bæði þar og á Reykjanesbraut, hvasst og blint á köflum.
Varað er við óveðri við Hafnarfjall en annars er hálka á Vesturlandi og sumstaðar farið að élja, einkum á Snæfellsnesi.
Skafrenningur er víða á Vestfjörðum, ásamt hálku og snjóþekju. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og Mikladal.
Það er snjóþekja og hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Dalsmynnið er lokað en verið er að moka veginn um Hólasand.
Á Austur- og Suðausturlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á velflestum vegum.
Hellisheiði og Þrengslum lokað
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent






Reykjavík ekki ljót borg
Innlent

