Fólk fauk eins og fjaðrir í rokinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2014 21:02 Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð. Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð.
Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27