Flughált á Suðurlandsvegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:02 „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af,“ segir Guðmundur Vignir. Mynd/Guðmundur Vignir Steinsson Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira