„Obama hefur alltaf verið kærulaus með orð sín og gjörðir, eins og api í frumskógi,“ hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Þjóðaröryggisráðsins. Kim Jong-un er formaður ráðsins.
Norður-Kórea hefur verið sakað um að koma að tölvuárásinni á kvikmyndadeild Sony, en því hafa þeir neitað. The Interview var birt núna nýverið og ráðið fordæmir þá ákvörðun, sem og myndina sjálfa.
Ráðið segir kvikmyndina vera ólöglega og ósanngjarna. Þeir sögðu hana vera afleiðingu óvinveittrar stefnu Bandaríkjana gagnvart Norður-Kóreu og hótuðu ótilgreindum afleiðingum.
Sýning myndarinnar er fordæmd í tilkynningunni og er hún sögð skaða virðingu leiðtoga Norður-Kóreu og ýta undir hryðjuverk.