Smith, í samstarfi við stúdíóið Unknown Fields Division, ferðaðist til bæjarins til að mynda jólaþorpið en afraksturinn hefur nú verið birtur á netinu. Myndefnið úr ferðinni sýnir aðstæður verkamannanna sem framleiða jólavörurnar en þær eru í sumum verksmiðjum slæmar. Samtals eru um 600 verksmiðjur í jólaþorpinu.
Í samtali við Quartz segir Smith að hann hafi orðið vitni af heilsuspillandi og óöruggum aðstæðum fólks í þessum verksmiðjum.
„Ég varð líka vitni að framleiðsluaðferðum með vélum sem gætu auðveldlega verið gagnrýndar í Vesturlöndum. Hinsvegar eru félagslegar aðstæður, vinnutími og almennt viðhorf í verksmiðjunum betri en ég hef upplifað í öðrum framleiðslugeirum,“ segir hann.