Erlent

Svona lítur alvöru jólaþorp út

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sextíu prósent af jólaskrauti heimsins er framleitt í einni og sömu borginni í Kína.
Sextíu prósent af jólaskrauti heimsins er framleitt í einni og sömu borginni í Kína.
Oft er talað um kínversku borgina Yiwu sem jólaþorp en þar er, samkvæmt kínversku fréttastofunni Xinhua, 60 prósent af öllum jólavörum í heiminum framleiddar. Það er hinsvegar afar lítið jólalegt við borgina. Það sýna myndir og myndband sem ljósmyndarinn Toby Smith tók nýverið.

Smith, í samstarfi við stúdíóið Unknown Fields Division, ferðaðist til bæjarins til að mynda jólaþorpið en afraksturinn hefur nú verið birtur á netinu. Myndefnið úr ferðinni sýnir aðstæður verkamannanna sem framleiða jólavörurnar en þær eru í sumum verksmiðjum slæmar. Samtals eru um 600 verksmiðjur í jólaþorpinu.

Í samtali við Quartz segir Smith að hann hafi orðið vitni af heilsuspillandi og óöruggum aðstæðum fólks í þessum verksmiðjum.

„Ég varð líka vitni að framleiðsluaðferðum með vélum sem gætu auðveldlega verið gagnrýndar í Vesturlöndum. Hinsvegar eru félagslegar aðstæður, vinnutími og almennt viðhorf í verksmiðjunum betri en ég hef upplifað í öðrum framleiðslugeirum,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×