Sport

Þakkaði fyrir allar spurningarnar en svaraði engri | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marshawn Lynch er góður en erfiður.
Marshawn Lynch er góður en erfiður. vísir/getty
Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er sá fjölmiðlafælnasti í bransanum

Þar til fyrir fáeinum vikum síðan mætti hann ekki í viðtöl eftir leiki og fékk fyrir það 100.000 dala sekt. Hann hefur síðan þá mætt í viðtöl en ekki sagt mikið.

Ekki er langt síðan Lynch, sem kallaður er Skrímslahamurinn (e. Beastmode), svaraði fjórtán spurningum blaðamanna eftir leik með sama orðinu: „Yeah“.

Hann bryddaði upp á nýjung í gær þegar hann þakkaði blaðamönnum fyrir þær átta spurningar sem hann fékk eftir sigurleik á Arizona Cardinals.

Lynch þakkaði fyrir spurningu um hvernig hann væri í maganum og hvort honum liði betur og einnig þakkaði hann fyrir spurningu um ótrúlegt 79 jarda snertimark sitt. Hann svaraði þó engri af spurningunum eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Takk fyrir að spyrja:
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×