Real Madrid er fjórum sigrum frá 42 ára gömlu meti Ajax Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. desember 2014 15:15 Cristiano Ronaldo og félagar vilja bæta met Ajax-liðsins frá 1972. vísir/getty Spænska knattspyrnuliðið Real Madrid er á rosalegri siglingu þessa dagana, en liðið er á toppnum í spænsku 1. deildinni, komið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og er nýbakaður heimsmeistari félagsliða. Madrídarliðið er búið að vinna 22 leiki í röð í öllum keppnum, en sá 22. tryggði liðinu heimsmeistaratitilinn í Marokkó síðastliðinn föstudag. Því hefur verið haldið fram að metið yfir flesta sigurleiki í röð eigi brasilíska liðið Curitiba sem vann 24 leiki í röð árið 2011. Þar er miðað við heimsmetabók Guinnes. En brasilíska liðið á ekki metið, samkvæmt frétt spænska íþróttablaðsins Marca. Metið á hollenska stórliðið Ajax frá tímabilinu 1971-1972, en það vann 26 leiki í röð í öllum keppnum. Með þessu frábæra Ajax-liði spilaði sjálfur Johan Cruyff og einnig hollensku landsliðsmennirnir Johan Neeskens og Johnny Rep. Ajax vann 19 leiki í röð í hollensku úrvalsdeildinni, þrjá í bikarnum og fjóra í Evrópukeppni meistaraliða, en Ajax-liðið varð Evrópumeistari. Real Madrid hefur aftur leik eftir jólafrí 4. janúar á útivelli gegn Valencia, en haldi það áfram sigurgöngunni jafna lærisveinar Ancelotti metið í bikarleik gegn nágrönnunum í meistaraliði Atlético 14. janúar. Metið getur liðið svo bætt í útileik gegn Getafe, en þrír af næstu fimm leikjum Real Madrid fara fram í Madríd eða úthverfi borgarinnar.Næstu fimm leikir Real Madrid:04. jan Valencia - Real Madrid (deild)07. jan Atlético - Real Madrid (bikar)10. jan Real Madrid - Espanyol (deild)14. jan Real Madrid - Atlético (bikar)18. jan Getafe - Real Madrid (deild) Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira
Spænska knattspyrnuliðið Real Madrid er á rosalegri siglingu þessa dagana, en liðið er á toppnum í spænsku 1. deildinni, komið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og er nýbakaður heimsmeistari félagsliða. Madrídarliðið er búið að vinna 22 leiki í röð í öllum keppnum, en sá 22. tryggði liðinu heimsmeistaratitilinn í Marokkó síðastliðinn föstudag. Því hefur verið haldið fram að metið yfir flesta sigurleiki í röð eigi brasilíska liðið Curitiba sem vann 24 leiki í röð árið 2011. Þar er miðað við heimsmetabók Guinnes. En brasilíska liðið á ekki metið, samkvæmt frétt spænska íþróttablaðsins Marca. Metið á hollenska stórliðið Ajax frá tímabilinu 1971-1972, en það vann 26 leiki í röð í öllum keppnum. Með þessu frábæra Ajax-liði spilaði sjálfur Johan Cruyff og einnig hollensku landsliðsmennirnir Johan Neeskens og Johnny Rep. Ajax vann 19 leiki í röð í hollensku úrvalsdeildinni, þrjá í bikarnum og fjóra í Evrópukeppni meistaraliða, en Ajax-liðið varð Evrópumeistari. Real Madrid hefur aftur leik eftir jólafrí 4. janúar á útivelli gegn Valencia, en haldi það áfram sigurgöngunni jafna lærisveinar Ancelotti metið í bikarleik gegn nágrönnunum í meistaraliði Atlético 14. janúar. Metið getur liðið svo bætt í útileik gegn Getafe, en þrír af næstu fimm leikjum Real Madrid fara fram í Madríd eða úthverfi borgarinnar.Næstu fimm leikir Real Madrid:04. jan Valencia - Real Madrid (deild)07. jan Atlético - Real Madrid (bikar)10. jan Real Madrid - Espanyol (deild)14. jan Real Madrid - Atlético (bikar)18. jan Getafe - Real Madrid (deild)
Spænski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Sjá meira