Siggi hakkari í tveggja ára fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 12:15 Siggi hakkari unir dómnum að sögn lögmanns hans. Vísir/GVA Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Stærsti hluti ákærunnar sneri að fjársvikum en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Click here for an English version Sigurður játaði sök í átján ákæruliðum við fyrirtöku málsins á dögunum en undirliðir í ákærunum skipta tugum. Hann hafði áður neitað sök við þingfestingu málsins en skipti svo um skoðun. Brot Sigurðar voru talin nema rúmlega 30 milljónum króna en ákæran sneri að fjársvium, fjárdrætti og þjófnaði. Sigurður var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í morgun en lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að umbjóðandi hans uni dómnum. Það sé sömuleiðis hans skilningur að ríkissaksóknari uni dómnum. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ríkissaksóknari rannsakar kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur til meðferðar ellefu kynferðisbrotamál gegn gegn ellefu brotaþolum þar sem Sigurður hefur stöðu sakbornings. Ætluð brot voru framin á árunum 2010 til loka árs 2013. Var Sigurður úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknarinnar. Sigurður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í febrúar síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng. Tældi Sigurður drenginn til kynferðismaka. Afplánun Sigurðar lauk þann 2. nóvember og síðan hefur Sigurður setið í gæsluvarðhaldi. Nú hefur hann hins vegar afplánun í kjölfar dómsins sem féll í dag. Sakhæfur en siðblindur Í greinagerðinni sem fylgdi gæsluvarðhaldsbeiðninni kom fram að nokkur hinna ætluðu kynferðisbrota sem ríkissaksóknari hafi til rannsóknar hafi verið framin eftir að Sigurður var ákærður fyrir kynferðisbrot, þ.e. þann dóm sem hann nýlega afplánaði. Það bendi til einbeitts brotavilja að mati lögreglu. Það var mat geðlæknis að Sigurður væri sakhæfur en siðblindur. Hann uppfylli örugglega skilmerki fyrir persónuleikaröskun af andfélagslegri gerð. Hann þekki mun á réttu og röngu en missi sig verði hann fyrir vonbrigðum. Vandi hans felist í hömluleysi og erfiðleikum við að fresta fullnægingu þarfa. Þá iðrist hann ekki gerða sinna og geti ekki sýnt merki djúprar sektarkenndar. Kærði sé með persónuleikaveilu. Aðstoðaði Assange Sigurður byrjaði að hakka tölvur í kringum tólf ára aldur og starfaði síðar með Julian Assange og félögum í Wikileaks. Samvinna þeirra Assange lauk þó ekki á góðu nótunum þar sem Assange sakaði hann um að hafa dregið að sér styrktarfé, á sjöundu milljón króna, sem átti að renna til samtakanna. Var hann meðal annars dæmdur á þeim grundvelli í morgun. Mál Sigga hakkara Dómsmál Tengdar fréttir Siggi hakkari í gæsluvarðhald: Grunaður um ellefu kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Hann er grunaður um ellefu kynferðisbrot og stórfelld auðgunarbrot. 5. nóvember 2014 16:47 Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Siggi hakkari játar brot sín Brot Sigurðar Inga Þórðarsonar eru talin nema yfir þrjátíu milljónum króna en hann er ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og þjófnað. 26. nóvember 2014 20:45 Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í ítarlegu viðtali sem birtist í danska miðlinum Politiken. 16. júlí 2014 17:01 Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. 11. júní 2014 12:10 Sakaður um að hafa svikið út skyndibita fyrir 350 þúsund Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari er sakaður um að hafa svikið út mat frá American Style, KFC, Subway, Domino's og fleiri skyndibitastöðum á árunum 2012 og 2013. 11. júní 2014 14:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur verið dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Stærsti hluti ákærunnar sneri að fjársvikum en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Click here for an English version Sigurður játaði sök í átján ákæruliðum við fyrirtöku málsins á dögunum en undirliðir í ákærunum skipta tugum. Hann hafði áður neitað sök við þingfestingu málsins en skipti svo um skoðun. Brot Sigurðar voru talin nema rúmlega 30 milljónum króna en ákæran sneri að fjársvium, fjárdrætti og þjófnaði. Sigurður var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í morgun en lögmaður hans, Vilhjálmur Vilhjálmsson, staðfesti í samtali við fréttastofu að umbjóðandi hans uni dómnum. Það sé sömuleiðis hans skilningur að ríkissaksóknari uni dómnum. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ríkissaksóknari rannsakar kynferðisbrot Ríkissaksóknari hefur til meðferðar ellefu kynferðisbrotamál gegn gegn ellefu brotaþolum þar sem Sigurður hefur stöðu sakbornings. Ætluð brot voru framin á árunum 2010 til loka árs 2013. Var Sigurður úrskurðaður í gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknarinnar. Sigurður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í febrúar síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára dreng. Tældi Sigurður drenginn til kynferðismaka. Afplánun Sigurðar lauk þann 2. nóvember og síðan hefur Sigurður setið í gæsluvarðhaldi. Nú hefur hann hins vegar afplánun í kjölfar dómsins sem féll í dag. Sakhæfur en siðblindur Í greinagerðinni sem fylgdi gæsluvarðhaldsbeiðninni kom fram að nokkur hinna ætluðu kynferðisbrota sem ríkissaksóknari hafi til rannsóknar hafi verið framin eftir að Sigurður var ákærður fyrir kynferðisbrot, þ.e. þann dóm sem hann nýlega afplánaði. Það bendi til einbeitts brotavilja að mati lögreglu. Það var mat geðlæknis að Sigurður væri sakhæfur en siðblindur. Hann uppfylli örugglega skilmerki fyrir persónuleikaröskun af andfélagslegri gerð. Hann þekki mun á réttu og röngu en missi sig verði hann fyrir vonbrigðum. Vandi hans felist í hömluleysi og erfiðleikum við að fresta fullnægingu þarfa. Þá iðrist hann ekki gerða sinna og geti ekki sýnt merki djúprar sektarkenndar. Kærði sé með persónuleikaveilu. Aðstoðaði Assange Sigurður byrjaði að hakka tölvur í kringum tólf ára aldur og starfaði síðar með Julian Assange og félögum í Wikileaks. Samvinna þeirra Assange lauk þó ekki á góðu nótunum þar sem Assange sakaði hann um að hafa dregið að sér styrktarfé, á sjöundu milljón króna, sem átti að renna til samtakanna. Var hann meðal annars dæmdur á þeim grundvelli í morgun.
Mál Sigga hakkara Dómsmál Tengdar fréttir Siggi hakkari í gæsluvarðhald: Grunaður um ellefu kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Hann er grunaður um ellefu kynferðisbrot og stórfelld auðgunarbrot. 5. nóvember 2014 16:47 Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18 Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16 Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07 Siggi hakkari játar brot sín Brot Sigurðar Inga Þórðarsonar eru talin nema yfir þrjátíu milljónum króna en hann er ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og þjófnað. 26. nóvember 2014 20:45 Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í ítarlegu viðtali sem birtist í danska miðlinum Politiken. 16. júlí 2014 17:01 Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. 11. júní 2014 12:10 Sakaður um að hafa svikið út skyndibita fyrir 350 þúsund Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari er sakaður um að hafa svikið út mat frá American Style, KFC, Subway, Domino's og fleiri skyndibitastöðum á árunum 2012 og 2013. 11. júní 2014 14:38 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Siggi hakkari í gæsluvarðhald: Grunaður um ellefu kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember. Hann er grunaður um ellefu kynferðisbrot og stórfelld auðgunarbrot. 5. nóvember 2014 16:47
Ítarlegt viðtal við Sigga hakkara í Rolling Stone Sigurður Ingi Þórðarsonar, betur þekktur sem Siggi hakkari, viðurkennir að hafa stolið og lekið gögnum Milestone, fyrirskipað árásir á heimasíður íslenskra stofnana og greinir frá því hvernig hann sveik Julien Assange í ítarlegu viðtali sem birt verður í tímaritinu Rolling Stone síðar í janúar. 5. janúar 2014 19:18
Siggi hakkari ákærður fyrir stórfelld svik Ákæruliðirnir eru átján og skipta undirliðirnir tugum. 10. júní 2014 19:16
Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. 6. febrúar 2014 17:07
Siggi hakkari játar brot sín Brot Sigurðar Inga Þórðarsonar eru talin nema yfir þrjátíu milljónum króna en hann er ákærður fyrir fjársvik, fjárdrátt og þjófnað. 26. nóvember 2014 20:45
Siggi hakkari talar um barnæskuna: "Sakna þess að finnast ég venjulegur“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, var í ítarlegu viðtali sem birtist í danska miðlinum Politiken. 16. júlí 2014 17:01
Siggi hakkari sakaður um að hafa svikið út lúxusbíla Sigurður Ingi Þórðarson er sakaður um að hafa svikið út notkun á lúxusbílum á borð við Land Cruiser 150, Audi A6, Volvo XC90 og Ford Explorer. Allir bílarnir voru nýir þegar meint svik áttu sér stað. 11. júní 2014 12:10
Sakaður um að hafa svikið út skyndibita fyrir 350 þúsund Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari er sakaður um að hafa svikið út mat frá American Style, KFC, Subway, Domino's og fleiri skyndibitastöðum á árunum 2012 og 2013. 11. júní 2014 14:38