Tómas Guðbjartsson maður ársins: Heiður fyrir heilbrigðisstéttina alla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. desember 2014 11:52 „Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
„Ég er mjög hrærður og þakklátur,“ sagði Tómas Guðbjartsson læknir sem var af hlustendum Vísis og Bylgjunnar kjörinn maður ársins 2014. Þegar Reykjavík árdegis náði af Tómasi tali var hann staddur í Ölpunum með fjölskyldu sinni í tilefni af afmæli sínu en hann verður fimmtugur 11.janúar næstkomandi. Hann sagðist vera afar þakklátur og sagði þetta ekki einungis viðurkenningu fyrir hann sjálfan, eða hans persónu, heldur heilbrigðiskerfið allt. „Samstarfsfólk mitt á mjög stóran, ef ekki stærstan hlut í þessu. Það má ekki gleyma heilbrigðiskerfinu öllu og velvilja fólks, og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Tómas er hvað þekktastur fyrir að hafa unnið ótrúlegt björgunarafrek á Landspítalanum eftir karlmaður var stunginn með hnífi í gegnum hjartað. Það þrekvirki sem Tómas og aðrir starfsmenn Landspítalans unnu er talið kraftaverki líkast og hefur vakið gríðarlega athygli. Fleiri hundruð tilnefningar hafa borist Vísi og Bylgjunni undanfarnar vikur og því nokkuð ljóst að enginn skortur er á Íslendingum sem unnið hafa glæsileg afrek og hetjudáðir á árinu sem er að líða. Velja þurfti úr þá tíu sem flestar tilnefningar fengu og stóð Tómas uppi sem sigurvegari, og vann hann kosninguna með yfirburðum enda vel að titlinum kominn. Hér má sjá aðra sem tilnefndir voru í kosningunni:Áhöfnin á varðskipinu Tý, björgunarsveitirnar, Gunnhildur Árnadóttir, Ingvar Óli Sigurðsson, Jóhanna Bjarndís Sævarsdóttir, Lars Lagerbäck, Steinunn Rósa Einarsdóttir og fjölskylda, Tómas Guðbjartsson og Þorsteinn Jakobsson. Tómas var gestur Reykjavík árdegis í dag og ræddi hann meðal annars störf sín á Landspítalanum, læknaverkfall og landflótta lækna. Hlýða má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35 Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45 Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53 „Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Atkvæðagreiðsla hafin: Þessi tíu koma til greina sem „Maður ársins“ Hver finnst þér eiga titilinn skilið? 22. desember 2014 14:35
Skorinn upp með plasthnífi á meðan annar hélt rifjunum í sundur "Honum var farið að blæða út og hann fer hreinlega í hjartastopp fyrir framan okkur.“ 3. desember 2014 10:45
Hjartaaðgerð Tómasar á myndbandi: „Einstök upptaka“ Það þykir kraftaverki líkast að Sebastian Andrzej Golab hafi lifað af hnífsstungu á Hverfisgötu þann 23. nóvember síðastliðinn. Upptaka náðist frá aðgerðinni sjálfri kvöldið örlagaríka. 4. desember 2014 19:53
„Tómas og hans teymi gáfust aldrei upp“ „Mér skilst að fáir hafi komið jafn slasaðir eins og ég inn á bráðamóttöku og lifað það af,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson. 4. desember 2014 08:04