Færri flugslys á árinu en margfalt fleiri látnir Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2014 13:51 Ekki hafa fleiri látist í flugslysum á einu ári síðan 2005. Vísir/Getty Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Árið hefur reynst ýmsum flugfélögum erfitt enda hafa fréttir af mannskæðum flugslysum verið áberandi í fjölmiðlum á árinu. Heildarfjöldi flugslysa er þó lægri en síðustu ár, en fjöldi látinna í slysunum er margfalt hærri en á síðasta ári.Í samantekt CNN kemur fram að flugslys á árinu hafi í sögulegu tilliti verið áberandi fá, en dauðsföllin þeim mun meiri. Samkvæmt talningu B3A, stofnunar í Genf sem rannsakar flugslys hafa 111 flugvélar hrapað á árinu. Er þetta lægsti fjöldi flugslysa frá árinu 1927 þegar margfalt færri vélar voru í notkun borið saman við nú. Um er að ræða flugvélar með leyfi til að flytja að lágmarki sex farþega. Sé litið til fjölda látinna í þessum flugslysum má sjá að heildarfjöldi látinna sé 1.320. Þetta er mesti fjöldi frá árinu 2005 og í raun frávik, sé litið til þess að fórnarlömbum flugslysa hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Þannig fórust 265 manns í flugslysum á síðasta ári, samkvæmt Aviation Safety Network.Erfitt ár fyrri asísk flugfélögVélin sem fannst loks í morgun var vél indónesísks undirfélags hins malasíska AirAsia, en vélar félagsins höfðu fram til þessa aldrei lent í slysi áður svo heitið getur. Hið sama átti við um Malaysia Airlines í upphafi árs, en í mars hvarf vél þeirra MH370 á leið frá Kuala Lumpur til Peking einhvers staðar í Indlandshafi. Vélin er enn ófundin og eru allir 239 sem voru um borð taldir af. Í júlímánuði var svo vél Malaysia Airlines, MH17, skotin niður í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð sem allir létust. 48 manns fórust í flugslysi fyrir utan Taiwan í júlí þegar vél 222 Transasia Airways brotlenti þegar hún bjóst til lendingar. Þá fórust 116 manns þegar vél Air Algerie hrapaði í Malí þegar hún var á leið frá Búrkína Fasó til Algeirsborgar.Mynd/CNNMynd/CNN
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira