Kjósum konur til forystu Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir. skrifar 6. janúar 2014 07:00 Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar