Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undanfarna mánuði var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndunar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suðurs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýsingarmörkunum útilokar klárlega Norðlingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætlunar. Friðlýsingartillagan felur í sér gríðarmikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Ramsar-svæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingarfjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli. Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verkefnastjórn rammaáætlunar skipar og víðtæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undanfarna mánuði var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndunar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suðurs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýsingarmörkunum útilokar klárlega Norðlingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætlunar. Friðlýsingartillagan felur í sér gríðarmikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Ramsar-svæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingarfjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli. Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verkefnastjórn rammaáætlunar skipar og víðtæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar