Calvin Klein verður meðal fyrirlesara HönnunarMars Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 08:30 Mynd/Steven Klein Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara. HönnunarMars Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara.
HönnunarMars Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp