Ráðdeild í rekstri Eva Magnúsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:00 Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn. Við þurfum að standa vörð um þessa sérstöðu og varðveita hana fyrir komandi kynslóðir. Þá er nauðsynlegt að skipulag taki mið af því að viðhalda því sem gerir Mosfellsbæ eftirsóttan; einstakt aðgengi að útivist þar sem náttúran er alls staðar í göngufæri, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og valfrelsi í skólamálum.Stórt heimili Sveitarfélag er eins og risastórt heimili eða fyrirtæki og á að rekast sem slíkt. Að ráðstafa fé annarra á ekki að vera auðveldara en að ráðstafa sínu eigin. Að mínu mati er ráðdeild í rekstri sveitarfélags gríðarlega mikilvæg en einnig að sköttum og öðrum álögum verði haldið í lágmarki þar sem barnafjölskyldur eru margar í Mosó. Við þurfum af virðingu að forgangsraða því hvernig við ráðstöfum fé til hinna ýmsu málaflokka. Sanngirnissjónarmiðin þurfa að vera í hávegum höfð og við þurfum að huga að komandi kynslóðum.Íbúalýðræði í skólamálum Ég er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar og hef setið í nefndinni undanfarin 5 ár. Fræðslumálin eru stærsti einstaki útgjaldaliður bæjarins því þar erum við að leggja drög að byggingu tveggja nýrra skóla. Núverandi skólar eru orðnir yfirfullir vegna fjölgunar í bæjarfélaginu og það ýtir undir mikilvægi þess að vanda ákvarðanir. Í heilt ár hefur meirihluti Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna leitt þetta verkefni í nánu samstarfi við foreldra, skólasamfélagið og ráðgjafa og hefur það verið afar lærdómsríkt ferli. Mörg sjónarmið hafa komið fram og mun sú ákvörðun sem tekin verður því byggja á ítarlegri greiningu á stöðunni og sannkölluðu íbúalýðræði. Almennt tel ég að við þurfum að vera meðvituð um að bæta skólastarfið, vera opin og raunsæ hvað varðar skóla án aðgreiningar og hafa valfrelsi að leiðarljósi. Við þurfum að bæta grunnfærni barna á yngri stigum og samfella í skólastarfi er mikilvæg frá leikskóla til framhaldsskóla. Þá tel ég að sveitarfélög ættu að hafa val um að taka yfir framhaldsskólana til að þjóna því markmiði.Fjölbreytt tómstundastarf Mosfellsbær býður upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf þar sem hægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu, jafnt útihlaup og göngur í dásamlegu umhverfi, fimleika, fótbolta, hestamennsku, akstur krossara, skátastarfs, tónlist, myndlist eða söngnám. Ég er hlynnt því að halda í það valfrelsi sem boðið er upp á. Ég sat í stjórn Fimleikadeildar Aftureldingar í 9 ár, þar af í 8 ár sem formaður, og leiddi þar uppbyggingu og stækkun deildarinnar ásamt því að vinna að bættri aðstöðu fimleikabarna í bæjarfélaginu. Þessi ár eru mér dýrmæt og ég þekki vel hversu gefandi það er að leiða sjálfboðastarf innan íþróttafélags og vil standa við bakið á því. Ég hef á undanförnum árum fengið tækifæri til þess að koma að margvíslegum málum í bænum okkar, aðallega er snúa að íþrótta og fræðslustarfi barna. Jafnframt hef ég setið í stjórn Framhaldsskólans í Mosfellsbæ sl. ár og verið varaþingmaður Suðvestur kjördæmis 2009-2013. Ég er með MBA í Viðskiptafræði og stjórnun og hef starfað sem forstöðumaður hjá Mílu ehf. og setið þar í framkvæmdastjórn sl. 7 ár auk þess að hafa verið forstöðumaður almannatengsla til fjölda ára hjá Símanum. Ég er reiðubúin til að nýta mína reynslu áfram í þágu Mosfellsbæjar. Ég óska eftir stuðningi þínum í 4. sætið til þess að halda áfram að taka þátt í uppbyggingu í þessu fallega bæjarfélagi. Ég hef mikla ánægju af þeim verkefnum sem mér hafa verið falin og tekst auðveldlega á við nýjar áskoranir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun