Eigi síðar en strax Svavar Gestsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar