Eigi síðar en strax Svavar Gestsson skrifar 23. janúar 2014 06:00 Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjungur þeirra lána sem færu til íbúðarhúsnæðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvernig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofnun/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúðir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur prósent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabústöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitarfélagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun