Femínísk flóðbylgja Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. febrúar 2014 09:30 Vigdís Finnbogadóttir lét sig ekki vanta í fyrra. MYND/Kári Björn Þorleifsson „Ég vil lifa í heimi þar sem konur þurfa ekki að óttast það að vera barðar, limlestar og áreittar fyrir það eitt að vera konur. Það þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting – í raun bylting. Milljarður rís er nauðsynlegur partur af þessari byltingu sem þarf að eiga sér stað í heiminum sem leiðir til aukins jafnréttis kvenna og stúlkna,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og heldur áfram. „Þessi kerfisbundna mismunun á konum og stúlkum á sér stað um allan heim. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni.“ Við viljum vekja athygli á stöðu kvenna út um allan heim og við ætlum að gera það með dansi í Hörpu í hádeginu 14. febrúar, í Hofi á Akureyri, í Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og á Ísafirði.“ UN Women skorar á skóla, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að sýna samstöðu og stuðning í verki og taka þátt í dansinum og gleðinni sem fylgir þessari vitundarvakningu. „Við höfum séð árangur en á síðasta ári áttu sér stað róttækar breytingar á Indlandi í kjölfar hrottalegrar hópnauðgunar og löggjöf hvað varðar nauðganir og önnur kynferðismál hert. Þá er einnig verið að setja lög sem banna sýruárásir og torvelda þannig aðgang að sýru þar í landi og þolendur slíks ofbeldis eru í auknum mæli að stíga fram í réttindabaráttunni.“Í fyrra komu saman 2.100 manns og dönsuðu af lífi og sál fyrir mannréttindum kvenna og stúlknaMYND/Kári Björn ÞorleifssonMilljarður rís er haldið í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar og Rvk Lunch Beat og Dj Margeir mun sjá fyrir tónlistinni. „Í fyrra komu saman 2.100 manns og dönsuðu af lífi og sál fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna. Í ár viljum við fá að minnsta kosti 3.000 manns í Hörpu og um land allt,“ segir Soffía. Hægt er að taka þátt í herferðinni á samfélagsmiðlunum með því að setja inn myndir eða myndbönd með kassmerkinu #milljardurris14. Sónar Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
„Ég vil lifa í heimi þar sem konur þurfa ekki að óttast það að vera barðar, limlestar og áreittar fyrir það eitt að vera konur. Það þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting – í raun bylting. Milljarður rís er nauðsynlegur partur af þessari byltingu sem þarf að eiga sér stað í heiminum sem leiðir til aukins jafnréttis kvenna og stúlkna,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi og heldur áfram. „Þessi kerfisbundna mismunun á konum og stúlkum á sér stað um allan heim. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni.“ Við viljum vekja athygli á stöðu kvenna út um allan heim og við ætlum að gera það með dansi í Hörpu í hádeginu 14. febrúar, í Hofi á Akureyri, í Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og á Ísafirði.“ UN Women skorar á skóla, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að sýna samstöðu og stuðning í verki og taka þátt í dansinum og gleðinni sem fylgir þessari vitundarvakningu. „Við höfum séð árangur en á síðasta ári áttu sér stað róttækar breytingar á Indlandi í kjölfar hrottalegrar hópnauðgunar og löggjöf hvað varðar nauðganir og önnur kynferðismál hert. Þá er einnig verið að setja lög sem banna sýruárásir og torvelda þannig aðgang að sýru þar í landi og þolendur slíks ofbeldis eru í auknum mæli að stíga fram í réttindabaráttunni.“Í fyrra komu saman 2.100 manns og dönsuðu af lífi og sál fyrir mannréttindum kvenna og stúlknaMYND/Kári Björn ÞorleifssonMilljarður rís er haldið í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar og Rvk Lunch Beat og Dj Margeir mun sjá fyrir tónlistinni. „Í fyrra komu saman 2.100 manns og dönsuðu af lífi og sál fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna. Í ár viljum við fá að minnsta kosti 3.000 manns í Hörpu og um land allt,“ segir Soffía. Hægt er að taka þátt í herferðinni á samfélagsmiðlunum með því að setja inn myndir eða myndbönd með kassmerkinu #milljardurris14.
Sónar Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira