Vinsæl sminka í New York Ugla Egilsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 10:30 Tinna Empera Arlexdóttir ásamt samstarfskonu á New York Fasion Week. Mynd/Úr Einkasafni. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“ RFF Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem ég gegni starfi yfirförðunarmeistara og það spillir ekki fyrir að það gerist á New York Fashion Week,“ segir Tinna Empera Arlexdóttir, sem var yfir förðun hjá fatamerkinu María Ke Fisherman á tískusýningu á New York Fashion Week, sem er nýafstaðin. „Það var brjálað að gera meðan á hátíðinni stóð. Það er loksins aðeins byrjað að róast í dag. Merkið er spænskt, og hefur verið að ryðja sér til rúms. Þau eru búin að fá verðlaun hjá Vogue og Style, og bæði Katy Perry og Miley Cyrus hafa klæðst fötum frá þeim á tónleikum hjá sér. Öll fötin frá þeim eru rosa 90‘s. Ekki eitthvað sem ég myndi klæða mig í, en þau eru að verða ansi stór, og það er gaman að taka þátt í þessu.“ María Ke Fisherman var að sýna í fyrsta skipti á New York Fashion Week. „Undirbúningi var þannig háttað að við sátum fundi með hönnuðum og hárgreiðslumeisturum til þess að ákveða heildarlúkk út frá fatalínunni. Allar ákvarðanir voru teknar í sameiningu. Hönnuðirnir komu ekki til New York fyrr en þremur dögum fyrir sýningu, en við vorum í samskiptum á netinu fram að því.“ Tinna hefur búið í New York í tæp þrjú ár. „Ég hef séð um förðun í fullt af sýningum, bæði hér og heima. Ég hef meðal annars unnið með Andreu Helgadóttur og gert ýmislegt fyrir Reykjavík Fashion Festival heima, og hef farðað fyrir ýmis tímarit. Meðal íslenskra merkja sem ég hef ég unnið fyrir eru Kríu Jewellery og KALDA.“ Tinna var ráðin í gegnum umboðsskrifstofu sem heitir Laicale. „Hún er tengd hárgreiðslustofu sem ég vinn á, sem heitir líka Laicale. Ég lærði hárgreiðslu heima, og líka förðun hjá skóla sem hét M Make-up school, sem er ekki til lengur. Svo byrjaði ég að vinna í Mac og vann þar í einhvern tíma áður en ég fluttist hingað. Ég er með bandarískan ríkisborgararétt og vildi nýta hann áður en ég festist heima.“ Hárgreiðslunám frá Íslandi gefur forskot í Bandaríkjunum. „Hér úti er mismunandi eftir fylkjum hvað hárgreiðslunámið er langt. Sums staðar er það ekki nema sex vikur. Í New York og Los Angeles er langlengsta námið, sem er samt ekki nema níu mánuðir. Heima er allt hárgreiðslunám fjögur ár. En það er mikið um námskeið alls staðar hér í New York sem fólk nýtir sér, og ef þú vilt vera á góðri stofu þarftu að læra á hárgreiðslustofu í mörg ár. En hárgreiðslumenn hafa allavegana mjög mismikla menntun og reynslu, og hárgreiðsla er mjög misdýr. Hér er hægt að fá klippingu fyrir sjö dollara og líka fyrir tvö þúsund dollara. Stofan sem ég vinn á er miðlungsdýr og er í Soho. Klipping hér kostar frá 90 dollurum upp í 160.“
RFF Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira