Lykillinn að hamingjunni Martha Árnadóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Grundvallarspurningin í siðfræði Aristótelesar frá því á fjórðu öld fyrir Krist er spurningin um hvernig unnt er að lifa góðu og farsælu lífi eða að vera hamingjusöm manneskja – milljón dollara spurningin enn þann dag í dag – ekki satt? Hamingjan er tilgangurinn Að mati Aristótelesar er tilgangur lífsins að öðlast farsæld sem getur í nútímanum útlagst sem hamingja. Hann var einnig sannfærður um að til að uppfylla tilganginn og öðlast hamingjuna þyrfti manneskja að koma sér upp góðu safni dygða. Að vera hamingjusöm manneskja er því fólgið í því að vera dygðug manneskja, að mati Aristótelesar. Dygð getur verið góð venja Hvað í ósköpunum á Aristóteles við með dygð og hvað þýðir að vera dygðug manneskja – hvernig getum við nýtt okkur þessa ævafornu nálgun Aristótelesar til að öðlast lífshamingju í nútímanum? Þegar Aristóteles var spurður að þessu svaraði hann því til að dygðir væru einfaldlega athafnir dygðugrar manneskju, dygðir eru það sem dygðug manneskja gerir, venjur hennar og viðbrögð. Til að öðlast hamingju þyrfti viðkomandi því að temja sér hætti dygðugrar manneskju og taka upp háttalag hennar og venjur. Einföldum málið Til að einfalda málið fyrir okkur nútímamanneskjum og um leið nýta okkur þessa fornu speki má líta svo á að dygðir séu einfaldlega góðar venjur sem við tileinkum okkur og birtast í fari okkar alla daga. Venjur sem þegar eru orðnar hluti af okkur og gefa lífi okkar merkingu og tilgang. Gott venjusafn Þar sem Aristóteles segir að dygðir séu forsenda hamingjunnar má halda því fram að góðar venjur séu forsenda hamingjunnar sem mörgum er svo vandfundin. Gott venjusafn (portfolio) er því meira virði en flest önnur eignasöfn sem skína þó töluvert skærar! Eitt ráð í forgjöf: Það tekur 21 dag að festa í sessi góða venju! (Dygð er ritháttur tengdur dygðasiðfræði Aristótelesar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Grundvallarspurningin í siðfræði Aristótelesar frá því á fjórðu öld fyrir Krist er spurningin um hvernig unnt er að lifa góðu og farsælu lífi eða að vera hamingjusöm manneskja – milljón dollara spurningin enn þann dag í dag – ekki satt? Hamingjan er tilgangurinn Að mati Aristótelesar er tilgangur lífsins að öðlast farsæld sem getur í nútímanum útlagst sem hamingja. Hann var einnig sannfærður um að til að uppfylla tilganginn og öðlast hamingjuna þyrfti manneskja að koma sér upp góðu safni dygða. Að vera hamingjusöm manneskja er því fólgið í því að vera dygðug manneskja, að mati Aristótelesar. Dygð getur verið góð venja Hvað í ósköpunum á Aristóteles við með dygð og hvað þýðir að vera dygðug manneskja – hvernig getum við nýtt okkur þessa ævafornu nálgun Aristótelesar til að öðlast lífshamingju í nútímanum? Þegar Aristóteles var spurður að þessu svaraði hann því til að dygðir væru einfaldlega athafnir dygðugrar manneskju, dygðir eru það sem dygðug manneskja gerir, venjur hennar og viðbrögð. Til að öðlast hamingju þyrfti viðkomandi því að temja sér hætti dygðugrar manneskju og taka upp háttalag hennar og venjur. Einföldum málið Til að einfalda málið fyrir okkur nútímamanneskjum og um leið nýta okkur þessa fornu speki má líta svo á að dygðir séu einfaldlega góðar venjur sem við tileinkum okkur og birtast í fari okkar alla daga. Venjur sem þegar eru orðnar hluti af okkur og gefa lífi okkar merkingu og tilgang. Gott venjusafn Þar sem Aristóteles segir að dygðir séu forsenda hamingjunnar má halda því fram að góðar venjur séu forsenda hamingjunnar sem mörgum er svo vandfundin. Gott venjusafn (portfolio) er því meira virði en flest önnur eignasöfn sem skína þó töluvert skærar! Eitt ráð í forgjöf: Það tekur 21 dag að festa í sessi góða venju! (Dygð er ritháttur tengdur dygðasiðfræði Aristótelesar)
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun