Lykillinn að hamingjunni Martha Árnadóttir skrifar 19. febrúar 2014 07:00 Grundvallarspurningin í siðfræði Aristótelesar frá því á fjórðu öld fyrir Krist er spurningin um hvernig unnt er að lifa góðu og farsælu lífi eða að vera hamingjusöm manneskja – milljón dollara spurningin enn þann dag í dag – ekki satt? Hamingjan er tilgangurinn Að mati Aristótelesar er tilgangur lífsins að öðlast farsæld sem getur í nútímanum útlagst sem hamingja. Hann var einnig sannfærður um að til að uppfylla tilganginn og öðlast hamingjuna þyrfti manneskja að koma sér upp góðu safni dygða. Að vera hamingjusöm manneskja er því fólgið í því að vera dygðug manneskja, að mati Aristótelesar. Dygð getur verið góð venja Hvað í ósköpunum á Aristóteles við með dygð og hvað þýðir að vera dygðug manneskja – hvernig getum við nýtt okkur þessa ævafornu nálgun Aristótelesar til að öðlast lífshamingju í nútímanum? Þegar Aristóteles var spurður að þessu svaraði hann því til að dygðir væru einfaldlega athafnir dygðugrar manneskju, dygðir eru það sem dygðug manneskja gerir, venjur hennar og viðbrögð. Til að öðlast hamingju þyrfti viðkomandi því að temja sér hætti dygðugrar manneskju og taka upp háttalag hennar og venjur. Einföldum málið Til að einfalda málið fyrir okkur nútímamanneskjum og um leið nýta okkur þessa fornu speki má líta svo á að dygðir séu einfaldlega góðar venjur sem við tileinkum okkur og birtast í fari okkar alla daga. Venjur sem þegar eru orðnar hluti af okkur og gefa lífi okkar merkingu og tilgang. Gott venjusafn Þar sem Aristóteles segir að dygðir séu forsenda hamingjunnar má halda því fram að góðar venjur séu forsenda hamingjunnar sem mörgum er svo vandfundin. Gott venjusafn (portfolio) er því meira virði en flest önnur eignasöfn sem skína þó töluvert skærar! Eitt ráð í forgjöf: Það tekur 21 dag að festa í sessi góða venju! (Dygð er ritháttur tengdur dygðasiðfræði Aristótelesar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Grundvallarspurningin í siðfræði Aristótelesar frá því á fjórðu öld fyrir Krist er spurningin um hvernig unnt er að lifa góðu og farsælu lífi eða að vera hamingjusöm manneskja – milljón dollara spurningin enn þann dag í dag – ekki satt? Hamingjan er tilgangurinn Að mati Aristótelesar er tilgangur lífsins að öðlast farsæld sem getur í nútímanum útlagst sem hamingja. Hann var einnig sannfærður um að til að uppfylla tilganginn og öðlast hamingjuna þyrfti manneskja að koma sér upp góðu safni dygða. Að vera hamingjusöm manneskja er því fólgið í því að vera dygðug manneskja, að mati Aristótelesar. Dygð getur verið góð venja Hvað í ósköpunum á Aristóteles við með dygð og hvað þýðir að vera dygðug manneskja – hvernig getum við nýtt okkur þessa ævafornu nálgun Aristótelesar til að öðlast lífshamingju í nútímanum? Þegar Aristóteles var spurður að þessu svaraði hann því til að dygðir væru einfaldlega athafnir dygðugrar manneskju, dygðir eru það sem dygðug manneskja gerir, venjur hennar og viðbrögð. Til að öðlast hamingju þyrfti viðkomandi því að temja sér hætti dygðugrar manneskju og taka upp háttalag hennar og venjur. Einföldum málið Til að einfalda málið fyrir okkur nútímamanneskjum og um leið nýta okkur þessa fornu speki má líta svo á að dygðir séu einfaldlega góðar venjur sem við tileinkum okkur og birtast í fari okkar alla daga. Venjur sem þegar eru orðnar hluti af okkur og gefa lífi okkar merkingu og tilgang. Gott venjusafn Þar sem Aristóteles segir að dygðir séu forsenda hamingjunnar má halda því fram að góðar venjur séu forsenda hamingjunnar sem mörgum er svo vandfundin. Gott venjusafn (portfolio) er því meira virði en flest önnur eignasöfn sem skína þó töluvert skærar! Eitt ráð í forgjöf: Það tekur 21 dag að festa í sessi góða venju! (Dygð er ritháttur tengdur dygðasiðfræði Aristótelesar)
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun