Lífið

Beliebers stefna á einn milljarð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fjögur ár eru liðin síðan Justin Bieber skók heimsbyggðina með laginu Baby sem annað hvert mannsbarn raulaði í tíma og ótíma þegar vinsældir lagsins voru sem mestar. Myndbandið við lagið varð það vinsælasta í sögu YouTube í júlí árið 2010 og hélt þeim titli þangað til Gangnam Style með PSY hrifsaði hann til sín í nóvember árið 2012.

Aðdáendur Justins Bieber, svokallaðir Beliebers, hafa búið til kassmerkið #4YearsOfBaby á Twitter og vilja meðal annars að milljarður skoði myndbandið við lagið áður en poppprinsinn fagnar tvítugsafmæli sínu hinn 1. mars. Kassmerkið er afar vinsælt á samfélagsmiðlinum og eru tístin með merkinu orðin óteljandi á þessum fyrstu vikum nýs árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×