Tækifæri VG Haraldur Ólafsson skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Vorið 2011 lögðu 15 þingmenn VG fram á Alþingi ályktun um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Ályktunin var studd margvíslegum rökum þar sem sagði að Ísland gumi af því að vera herlaust og friðsamt land og að það sé brýnt að Ísland sýni í verki að það sé sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Undanfarin ár hefur íslenska ríkið verið í ferli sem miðar að því að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu svo vitnað sé orðrétt í sáttmála sambandsins um stöðu íbúa þess. Það er samband sem byggt er á sáttmála um vígbúnað og hervæðingu. Þar starfar þing sem reyndar er valdaminna en nafnið gefur til kynna, en það hefur ályktað með miklum meirihluta um stofnun Evrópuhers. Þegnskapur í slíku sambandi gengur lengra í þá átt að flækja Íslendinga í hernaðarvél stórvelda en aðild íslenska ríkisins að Atlantshafsbandalaginu hefur nokkurn tímann gert. Ekki náðist að greiða atkvæði um ályktunina um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu svo segja má að þingmennirnir hafi ekki fengið fullt tækifæri til að sýna að hugur fylgdi máli. En nú er lag. Þingmenn VG fá nú kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum sínum og þjóðinni allri hvort þeir vilji stöðva ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Varla láta þeir það sér úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2011 lögðu 15 þingmenn VG fram á Alþingi ályktun um úrsögn Íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Ályktunin var studd margvíslegum rökum þar sem sagði að Ísland gumi af því að vera herlaust og friðsamt land og að það sé brýnt að Ísland sýni í verki að það sé sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Undanfarin ár hefur íslenska ríkið verið í ferli sem miðar að því að Íslendingar verði þegnar í Evrópusambandinu svo vitnað sé orðrétt í sáttmála sambandsins um stöðu íbúa þess. Það er samband sem byggt er á sáttmála um vígbúnað og hervæðingu. Þar starfar þing sem reyndar er valdaminna en nafnið gefur til kynna, en það hefur ályktað með miklum meirihluta um stofnun Evrópuhers. Þegnskapur í slíku sambandi gengur lengra í þá átt að flækja Íslendinga í hernaðarvél stórvelda en aðild íslenska ríkisins að Atlantshafsbandalaginu hefur nokkurn tímann gert. Ekki náðist að greiða atkvæði um ályktunina um úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu svo segja má að þingmennirnir hafi ekki fengið fullt tækifæri til að sýna að hugur fylgdi máli. En nú er lag. Þingmenn VG fá nú kærkomið tækifæri til að sýna kjósendum sínum og þjóðinni allri hvort þeir vilji stöðva ferli sem miðar að því að gera Íslendinga að þegnum í verðandi herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Varla láta þeir það sér úr greipum ganga.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar