Lífið

Fékk birtar myndir í breska Harpers Bazaar

Marín Manda skrifar
Marsý Hild Þórsdóttir
Marsý Hild Þórsdóttir
Marsý Hild Þórsdóttir ljósmyndari býr í London og stefnir langt í ljósmyndageiranum.



„Ég stefni á að öðlast meiri reynslu innan bransans hér úti og starfa örlítið lengur sem aðstoðarkona við myndatökur ásamt því að mynda sjálf. Flestir ljósmyndarar hér vinna við að aðstoða í mörg ár því launin eru mjög góð en einnig er þetta frábær reynsla til að byggja upp möppuna,“ segir Marsý Hild Þórsdóttir ljósmyndari.

Hún hefur búið í London í sex ár og útskrifaðist sem ljósmyndari úr London College of Fashion fyrir rúmum tveimur árum. Aðstoðarvinnuna segir hún vera nauðsynlegt skref í átt að draumum sínum en jafnframt sé mikilvægt að styrkja tengslanetið.

Í byrjun febrúar birtust myndir eftir hana í breska Harpers Bazaar með myndum af vortísku hönnuðarins Simone Rocha og voru undirtektirnar góðar.

„Maður þarf bæði að hafa hæfileikann og vera á réttum stað á réttum tíma og byggja upp tengslanetið sitt. Þannig fær maður tækifærin og kemst á samning hjá umboðsskrifstofum,“ segir hún.

Marsý Hild segir verkefnin vera ólík og hefur hún nú aðstoðað við tökur fyrir öll helstu tískutímaritin á borð við W Magazine og Vogue. Þekktasti ljósmyndarinn sem hún hefur starfað með er hin ástralska Emma Summerton, en sjálf segist hún vera hrifnust af skapandi verkefnum með listrænum portrait-myndum.

Hér er hægt að skoða ljósmyndir hennar nánar.





RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×