Þegar ég fór í greiðslumat Agnes Ósk Valdimarsdóttir skrifar 6. mars 2014 06:00 Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Ég er framhaldsskólakennari. Ég hef lokið háskólanámi frá þremur mismunandi skólum í jafn mörgum löndum. Nú þegar allt bendir til þess að ég sé á leiðinni í verkfall í fyrsta skipti, er ansi líklegt að það verði líka í síðasta skipti. Ég fór nefnilega í greiðslumat.„Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn.“ Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta í að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendur – sem sýndu mismikinn áhuga á því að vera í skóla yfirhöfuð – myndu ekki „krepera“ í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn daginn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Á mínum vinnustað er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðalaldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfsmenn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara. Og það er kannski ástæðan fyrir að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest það að það eru ekki launin sem fólk er að sækjast í. Þegar þessi grein er skrifuð bendir allt til þess að framhaldsskólakennarar séu á leiðinni í verkfall. Ég geri mér fulla grein fyrir því að kennarar eru ekki eina láglaunastéttin á Íslandi. Systir mín sagði við mig um daginn að það væri fáránlegt að kennarar væru að biðja um hærri laun þegar það væru ekki til peningur í landinu. Systir mín er líka manneskjan sem segir mér að ég verði að finna mér nýtt starf því kennarastarfið borgi mér ekki nóg fyrir alla þá vinnu sem hún hefur séð mig leggja í það (og við búum ekki saman svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvað sambýlismaður minn finnur fyrir þessu). Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur – þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilji standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Með framtíðarplön í huga fór ég í bankann í síðustu viku til þess að athuga hver greiðslugeta mín væri ef ég myndi ákveða að kaupa mér 80 m2 íbúð. Mánaðargreiðslur af LÍN-lánum er um 23 þúsund krónur á mánuði. Afborganir af bílaláni sem ég er með er um 25 þúsund á mánuði. Á framhaldsskólakennaralaunum er greiðslumatið mitt 0–20 þúsund krónur á mánuði. Ég hló. Ég veit ég er á lágum launum, en aldrei datt mér í hug að ég gæti í besta falli keypt gluggalaust geymsluhúsnæði.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun