Hönnunarferðamenn eyða meiru og dvelja lengur Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. mars 2014 13:00 Greipur Gíslason BB/Halldór Sveinbjörnsson HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“ HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
HönnunarMars fer fram í sjötta skipti í lok mánaðarins. Undirbúningur stendur sem hæst en endanleg dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í næstu viku. Vel yfir 100 viðburðir eru skráðir til leiks en í ár er metfjöldi erlendra þátttakenda í dagskránni. „Hátíðin er farin að vekja meiri athygli meðal hönnuða utan landsteinanna og virðist hafa eitthvert aðdráttarafl,“ segir Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. „Þetta stafar sjálfsagt af nokkrum mismunandi hlutum eins og auknum áhuga erlendra blaðamanna sem erlendir hönnuðir vilja komast í, eins er það hátíðin sjálf og stemningin hér sem dregur að.“ Það virðist sem almennum erlendum gestum fjölgi töluvert milli ára. „Við finnum fyrir miklum áhuga meðal skólahópa og fagfólks, frá Evrópu og Ameríku. Hátíðin hefur á sér ferskan og skemmtilegan blæ sem er blanda af Reykjavík, Íslandi, grasrót og vonandi einhverri fag- og atvinnumennsku.“ Greipur segir takmarkið auðvitað vera að fjölga þessum ferðamönnum því dæmin sanni að hönnunarferðamenn séu góðir gestir, dvelji lengur, eyði meiru og gangi vel um. „Já, á næstu fjórum árum vil ég sjá þúsund erlenda gesti á HönnunarMars, það er mjög raunhæft.“ Hápunktur HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks. Í ár er hann stjörnum prýddur. Hefur það ekki jákvæð áhrif? „Auðvitað, flott dagskrá með áhugaverðum atriðum hefur alltaf áhrif og vekur athygli. Mörg stór erlend blöð og tímarit hafa sett sig í samband við HönnunarMars og óskað eftir því að fá að koma til að fjalla sérstaklega um DesignTalks. Þar virðist ameríski tískukóngurinn Calvin Klein eiga stóran hlut að máli en hann heldur mjög sjaldan fyrirlestra eins og hann hyggst gera hér á HönnunarMars.“
HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira