Fatamerkið Jör stefnir til útlanda Marín Manda skrifar 11. mars 2014 13:00 Guðmundur tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit. Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars. RFF Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Guðmundur Jörundsson er eini Íslendingurinn sem tekur þátt í Copenhagen Fashion Summit en Mary krónprinsessa er meðal fyrirlesara viðburðarins. „Það var haft samband við okkur í haust og okkur boðið að taka þátt í þessari áhugaverðu ráðstefnu varðandi sjálfbæran fatnað og lífræn efni. Ég hafði ekki almennilega kynnt mér þetta áður og komst að því að þetta er miklu stærra en ég gerði mér grein fyrir. Þetta gæti því orðið fín kynning fyrir okkur og það er gaman að vinna að nýju verkefni eftir RFF,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnuður þegar hann er spurður út í Copenhagen Fashion Summit sem er einn stærsti viðburður heims er varðar sjáfbærni í tískuheiminum. Ellefu merki sýna fatnað gerðan úr sjálfbærum textílefnum á sýningu sem fer fram 24. apríl í Óperuhúsinu í Kaupmannhöfn. Jör er eini íslenski fatahönnuðurinn sem hefur verið boðið að taka þátt í sýningunni og segir hann það vera mikinn heiður. Meðal fyrirlesara tískuráðstefnunnar er Mary krónprinsessa og Connie Nielsen, Hollywood-leikkona og aðrir hönnuðir eru Filippa K, Designers Remix, Marimekko, David Andersen, Gudrun & Gudrun, Ivana Helsinki, The Local Firm, Nina Skarra, Leila Hafzi og Barbara I Gongini. Fram undan eru fleiri spennandi verkefni hjá Guðmundi Jörundssyni en hann mun einnig taka þátt í innsetningu á Nordic Fashion Biennale í Frankfurt í mars.
RFF Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira