Farþegaflugvélin breytti um stefnu Freyr Bjarnason skrifar 12. mars 2014 07:00 Starfsmenn Interpol á blaðamannafundi í gær þar sem myndin af Írönunum var birt. Mynd/AP Malasíski herinn segist hafa undir höndum sönnungargögn frá ratsjá sem sýnir að hin týnda Boeing 777-farþegaþotan hafi breytt um stefnu. Hún náði alla leið til Malaccasunds, hundruð kílómetra frá því svæði þar sem vitað var um síðustu ferðir hennar. Rodzali Daud, yfirmaður malasíska flughersins, sagði að ratsjá á herstöð hafi komið auga á flugvélina skammt frá eyjunni Lulau Perak, sem er norðanmegin á sundinu. Annar háttsettur yfirmaður í hernum staðfesti fregnina og bætti við að allt benti til þess að vélin hefði verið í lágflugi. Interpol sendi í gær frá sér mynd af tveimur Írönum sem ferðuðust með stolin vegabréf um borð í flugvélinni, sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardaginn. Þeir heita Pouri Nourmohammadi, nítján ára, og Delavar Seyedmohammaderza, 29 ára. Talið er að nítján ára pilturinn hafi ætlað að sækja um hæli í Þýskalandi. Noble segir að miðað við þessar upplýsingar hafi dregið úr líkunum á því að flugvélin hafi horfið vegna hryðjuverka. Ekkert brak úr flugvélinni hefur fundist. Malasísk yfirvöld höfðu stækkað leitarsvæði sitt í von um að finna vélina en munu nú einbeita sér að Malaccasundi. Að sögn flugfélagsins Malaysia Airlines sendu flugmennirnir ekki út neyðarkall, sem gefur í skyn að eitthvað hafi gerst í skyndi án þess að þeir hafi getað látið vita í tæka tíð. Á meðal þess sem talið er að hafi gerst er að flugmennirnir hafi gert mistök, vélarbilun hafi orðið og að flugrán eða hryðjuverk hafi verið framið. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Malasíski herinn segist hafa undir höndum sönnungargögn frá ratsjá sem sýnir að hin týnda Boeing 777-farþegaþotan hafi breytt um stefnu. Hún náði alla leið til Malaccasunds, hundruð kílómetra frá því svæði þar sem vitað var um síðustu ferðir hennar. Rodzali Daud, yfirmaður malasíska flughersins, sagði að ratsjá á herstöð hafi komið auga á flugvélina skammt frá eyjunni Lulau Perak, sem er norðanmegin á sundinu. Annar háttsettur yfirmaður í hernum staðfesti fregnina og bætti við að allt benti til þess að vélin hefði verið í lágflugi. Interpol sendi í gær frá sér mynd af tveimur Írönum sem ferðuðust með stolin vegabréf um borð í flugvélinni, sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardaginn. Þeir heita Pouri Nourmohammadi, nítján ára, og Delavar Seyedmohammaderza, 29 ára. Talið er að nítján ára pilturinn hafi ætlað að sækja um hæli í Þýskalandi. Noble segir að miðað við þessar upplýsingar hafi dregið úr líkunum á því að flugvélin hafi horfið vegna hryðjuverka. Ekkert brak úr flugvélinni hefur fundist. Malasísk yfirvöld höfðu stækkað leitarsvæði sitt í von um að finna vélina en munu nú einbeita sér að Malaccasundi. Að sögn flugfélagsins Malaysia Airlines sendu flugmennirnir ekki út neyðarkall, sem gefur í skyn að eitthvað hafi gerst í skyndi án þess að þeir hafi getað látið vita í tæka tíð. Á meðal þess sem talið er að hafi gerst er að flugmennirnir hafi gert mistök, vélarbilun hafi orðið og að flugrán eða hryðjuverk hafi verið framið.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira