Hvað hefur breyst? Andrés Pétursson skrifar 12. mars 2014 07:00 Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun