Lífið

Vogue, Euroman og Elle á RFF

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Erlendir blaðamenn ætla að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum hjá þeim hönnuðum sem taka þátt í Reykjavík Fashion Festival.
Erlendir blaðamenn ætla að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum hjá þeim hönnuðum sem taka þátt í Reykjavík Fashion Festival.
Fjölmargir erlendir blaðamenn hafa staðfest komu sín á tískuhátíðina Reykjavík Fashion Festival í ár.

Meðal þeirra miðla sem senda blaðamenn hingað til lands í ár til að skoða strauma og stefnur íslenskrar fatahönnunar er þýska Vogue, Nowfashion.com, Grey Magazine og Interview Magazine.

Hátíðin fer fram með pomp og pragt í fimmta sinn laugardaginn 29. mars næstkomandi.

Skandinavía sendir einnig sína fulltrúa á hátíðina. Signy Fardal, ritstýra norska Elle, mætir ásamt kollega sínum fyrir sænska Elle, Hermine Coyet-Ohlen. Báðar voru þær á RFF í fyrra og hefur greinilega líkað vel. Einnig kemur tískuritstjóri danska blaðsins Euroman, Frederik Lentz Andersen.

Átta fatahönnuðir sýna fatalínur sínar á hátíðinni en það eru Farmers Market, Sigga Maija, Rey, Ella, Magnea, Zizka, Jör by Guðmundur Jörundsson og Cintamani.

Miðasala á hátíðina er í fullum gangi og hægt að nálgast miða á Harpa.is.

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×