Gaf Kasparov skartgrip Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 09:00 Vel fór á með Garry Kasparov og Jóhannesi. Mynd/Einkasafn „Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur. HönnunarMars Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég kannast við fólk í Skáksambandi Íslands og fékk að hitta á kallinn. Hann valdi sér hring sem ég gaf honum ásamt lyklakippu úr silfri með mynd af gömlu Íslandskorti,“ segir gullsmiðurinn Jóhannes Ottósson, maðurinn á bak við skartgripamerkið NOX. Hann gaf skákmeistaranum Garry Kasparov hönnun sína enda hefur hann ávallt borið virðingu fyrir honum. „Ég átti ekki margar hetjur þegar ég var yngri en þetta er eitt af nöfnunum sem ég þekkti. Ég er ekkert á kafi í skák en ég hef fylgst með honum reglulega í gegnum tíðina. Hann flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum og getur aldrei snúið aftur heim til Rússlands þannig að hann er pólitískur flóttamaður. Það kemur fyrir marga snillinga þegar þeir opna á sér munninn og grýta sér í kerfið. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, bæði fyrir það sem hann er sem skákmeistari og líka fyrir það sem hann stendur sem aðgerðasinni,“ segir Jóhannes. Hann segir Kasparov hafa viljað fræðast mikið um land og þjóð sem og hringinn sem hann valdi sér sem er innblásinn af íslensku landvættunum. „Hann var mjög hrifinn af sögunni um íslensku landvættirnar og vildi fá útskýringar á hverjum hring. Hann vildi ekki drekann því hann stendur fyrir austur – hann vildi ekkert úr austri. Það endaði á því að hann valdi örninn sem stendur fyrir vestur. Hann var mjög hrifinn af sögu Íslendinga og spurði mikið. Það var skemmtilegt að ræða við hann. Hann var ekki með neina stjörnustæla og gaf sér tíma til að spyrja út í hlutina þótt hann hefði í nægu að snúast.“ John Grant vill ólmur fá að smíða sína eigin skartgripi hjá Jóhannesi einhvern tímann.Aðspurður hvort þeir félagar hafi tekið skák segir Jóhannes það ekki vera. „Ég held að við hefðum ekki þurft að spyrja að leikslokum í þeirri skák,“ segir hann glaður í bragði. Jóhannes hefur líka komist í kynni við tónlistarmanninn og Íslandsvininn John Grant, sem einnig á hring eftir hann. „Ég var rosalega ánægður þegar ég heyrði að hann væri að þvælast á Íslandi. Ég fór út að borða með honum, hann valdi sér hring og síðan hittumst við síðar á tónleikum í Hörpu. Hann er mjög kúl persóna og bað meira að segja um að fá að koma heim á verkstæðið mitt og smíða eitthvað sjálfur,“ segir Jóhannes sem stefnir á að taka hann á orðinu í nánustu framtíð. „Akkúrat í augnablikinu hef ég ekki mikinn tíma til að leika mér á verkstæðinu,“ bætir Jóhannes við, enda nóg að gera hjá honum að undirbúa sýningu á Hönnunarmars sem fer fram í Hörpu síðustu helgina í mars. „Það verður skemmtilegt samspil þar sem 23 til 25 gullsmiðir taka þátt en þeir eru allir í Félagi íslenskra gullsmíða sem er fagfélag. Þar mun ég sýna risastóran módelhlut úr nýju kvenmannslínunni minni Berg. Ég er að klára línuna núna og óvíst hvenær hún fer í sölu en það verður innan skamms. Ég vil að allt sem kemur frá mér sé 110 prósent. Ef ég er ekki ánægður þá verða viðskiptavinir mínir það ekki heldur.
HönnunarMars Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira