Vissi ekki hvað osteópati var Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2014 06:00 Chynna Brown í leik með Snæfelli. Vísir/Valli Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Flestir innanbúðarmenn í Snæfelli voru búnir að afskrifa hina bandarísku Chynnu Brown eftir að hún skaddaði liðband í rist í leik liðsins gegn Val um helgina. Það var fyrsta viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino‘s-deildar kvenna og lyktaði með sigri Snæfellinga. Brown missti svo af næsta leik og Valur náði að jafna metin með nokkuð öruggum sigri. Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn með þó nokkrum yfirburðum í vetur en Brown var þar í mjög stóru hlutverki. Því var jafnvel talið að fjarvera hennar, auk meiðsla Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur, myndi kosta liðið sæti í lokaúrslitunum. En svo birtist nafn Brown á leikskýrslu fyrir þriðja leik liðanna í fyrrakvöld eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Brown spilaði í rúmar 20 mínútur og Snæfell vann leikinn. Að honum loknum sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, að hann hefði sent Brown til Keflavíkur þar sem hún fór í meðferð hjá Pétri Péturssyni, osteópata (sérfræðing í hrygg- og liðskekkjumeðferð) í Keflavík. Brown segir í samtali við Fréttablaðið að það hefði komið mörgum á óvart að meðferðin hjá Pétri hefði skilað svo góðum árangri. „Ekki síst sjálfri mér,“ segir hún. „Í stuttu máli þá fiktaði hann aðeins í löppinni á mér. Það var sársaukafullt en algjörlega þess virði.“ Hún segist hafa eðlilega verið aum eftir leikinn í gær. „Það var við því að búast en þetta er þó ekkert of slæmt,“ segir hún og bætir við að liðbandið sjálft sé ekki slitið – aðeins tognað. „Annars fann hann eitthvað í mjöðminni sem hann gat unnið með. Hann talaði um að það hefði mögulega orsakað meiðslin,“ segir Brown sem hafði enga reynslu af því að leita óhefðbundinna lækninga. „Ég hafði aldrei heyrt um osteópata áður en var til í að prófa allt. Ég hitti hann svo aftur í dag [í gær] og er klár í næsta leik.“ Hún segist ekki hafa óttast að gera sér óleik með því að fara of snemma aftur af stað eftir meiðslin. „Alls ekki. Ég sagði bara þjálfaranum að byrja með mig á bekknum og að ég myndi svo koma inn þegar þess þyrfti. Ég var svo ekkert að hugsa um meiðslin þegar ég kom inn á – ég einbeitti mér bara að því að spila.“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15 Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18 Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45 Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48 Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Lykilmenn meiddir hjá Snæfelli Snæfell vann sannfærandi sigur á Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna. Leikurinn varð þó dýr fyrir Snæfellsliðið. 16. mars 2014 12:15
Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík "Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomu Chynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. 19. mars 2014 22:18
Tímabilið líklega búið hjá Brown Deildarmeistarar Snæfells verða líklega án hinnar bandarísku Chynnu Brown, sem meiddist strax í fyrsta leik úrslitakeppninnar, þegar liðið mætir Val í þriðja leik undanúrslitarimmu liðanna klukkan 19.15 í kvöld. 19. mars 2014 10:45
Chynna Brown ekki með Snæfelli í kvöld Chynna Unique Brown og Hugrún Eva Valdimarsdóttir verða ekki með Snæfelli í kvöld þegar liðið mætir Val í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. 17. mars 2014 16:48
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn