Umbreyta hótelherbergjum í Reykjavík 24. mars 2014 12:00 Nóg að gera. Vísir/Andri Marínó Átta útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands keppast um að umbreyta hótelherbergjum á Fosshótel Lind í Reykjavík á sem frumlegastan máta. Fjögur tveggja manna lið vinna að endurhönnun á fjórum herbergjum, en meðal keppenda er myndlistarmaðurinn og vöruhönnuðurinn Harpa Björnsdóttir. „Við fáum þema, sem er Ísland, en er samt ótrúlega vítt. Þaðan fáum við svo frjálsar hendur að mestu leyti, nema að hótelið setur þær reglur að þetta fúnkeri enn sem þægilegt hótelherbergi, það þarf að vera hirsla fyrir ferðatöskur, það þarf að vera klósettaðstaða, og svo framvegis,“ segir Harpa, og hlær, en liðsfélagi hennar er Ylfa Geirsdóttir. „Ég get ekki talað fyrir hin liðin, en ég held að ég geti verið nokkuð örugg með það að útkoman mun verða frumleg og koma fólki á óvart,“ heldur hún áfram, og heldur að lítið verði um vísanir í jökla eða Bláa lónið. „Þetta er svo frumlegt fólk!“ Dómnefnd mun dæma hönnun keppenda, en hana skipa Björn Skaptason arkitekt, Davíð T. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, og Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. Almenningi mun einnig gefast kostur á að velja sitt uppáhalds verkefni á netinu og á staðnum. Fullbúin herbergi verða til sýnis á HönnunarMars helgina 28.-30. mars. „Við Ylfa erum í liði 3 og erum með alls konar hugmyndir um hvað við ætlum að gera við herbergið. En við viljum ekki segja mikið þar sem það á að koma á óvart. Það sem við erum að fást við í augnablikinu er að pússa, sparsla, mála og hafa gaman,“ segir Harpa. Fjöldi fyrirtækja gefur keppendum vinninga og má þar nefna síma, og markaðsráðgjöf, gistingu og gjafabréf til að fara út að borða svo eitthvað sé nefnt. Hvert herbergi fær svo styrki í formi húsgagna, textíls, málningar og efna, ásamt fimmtíu þúsund króna sjóði frá Íslandshótelum. HönnunarMars Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Átta útskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands keppast um að umbreyta hótelherbergjum á Fosshótel Lind í Reykjavík á sem frumlegastan máta. Fjögur tveggja manna lið vinna að endurhönnun á fjórum herbergjum, en meðal keppenda er myndlistarmaðurinn og vöruhönnuðurinn Harpa Björnsdóttir. „Við fáum þema, sem er Ísland, en er samt ótrúlega vítt. Þaðan fáum við svo frjálsar hendur að mestu leyti, nema að hótelið setur þær reglur að þetta fúnkeri enn sem þægilegt hótelherbergi, það þarf að vera hirsla fyrir ferðatöskur, það þarf að vera klósettaðstaða, og svo framvegis,“ segir Harpa, og hlær, en liðsfélagi hennar er Ylfa Geirsdóttir. „Ég get ekki talað fyrir hin liðin, en ég held að ég geti verið nokkuð örugg með það að útkoman mun verða frumleg og koma fólki á óvart,“ heldur hún áfram, og heldur að lítið verði um vísanir í jökla eða Bláa lónið. „Þetta er svo frumlegt fólk!“ Dómnefnd mun dæma hönnun keppenda, en hana skipa Björn Skaptason arkitekt, Davíð T. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, og Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars. Almenningi mun einnig gefast kostur á að velja sitt uppáhalds verkefni á netinu og á staðnum. Fullbúin herbergi verða til sýnis á HönnunarMars helgina 28.-30. mars. „Við Ylfa erum í liði 3 og erum með alls konar hugmyndir um hvað við ætlum að gera við herbergið. En við viljum ekki segja mikið þar sem það á að koma á óvart. Það sem við erum að fást við í augnablikinu er að pússa, sparsla, mála og hafa gaman,“ segir Harpa. Fjöldi fyrirtækja gefur keppendum vinninga og má þar nefna síma, og markaðsráðgjöf, gistingu og gjafabréf til að fara út að borða svo eitthvað sé nefnt. Hvert herbergi fær svo styrki í formi húsgagna, textíls, málningar og efna, ásamt fimmtíu þúsund króna sjóði frá Íslandshótelum.
HönnunarMars Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira