Einangrun Íslands frá tískuheiminum Baldvin Þormóðsson skrifar 26. mars 2014 09:10 Hildur Yeoman teiknaði fötin á fyrirsæturnar. Börkur Sigþórsson „Sýningin Línur, sem er hluti af HönnunarMars, tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum og veltir því upp hvort og hvernig fjarlægðin útilokar okkur eyjaskeggja úr heimi hátískunnar,“ segir þríeykið Ellen Loftsdóttir, Hildur Yeoman og Börkur Sigþórsson um sýningu sína Línur sem opnar á morgun í Hörpu. Ellen segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún flutti heim eftir að hafa verið búsett og unnið sem stílisti í London. „Þegar ég flutti heim fannst mér úrvalið og fjölbreytileikinn í fatnaði mjög takmarkaður sem gerði mína vinnu talsvert erfiðari. Ég hafði vanist mun greiðara aðgengi að hátískufatnaði.“ segir Ellen. „Út frá þessum takmörkunum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af íslenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá Hildi Yeoman, einn af okkar bestu tískuteiknurum, til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Útkoman er áhugaverð blanda þessara tveggja tjáningarforma myndlistar og ljósmyndunar,“ segir Ellen. Hún fékk síðan ljósmyndarann Börk Sigþórsson til þess að taka myndir af fyrirsætunum Kolfinnu Kristófersdóttir, Andreu Röfn Jónasdóttir og Eddu Óskars frá Eskimó models. Förðun og hár var síðan í höndum Fríðu Maríu Harðardóttur. Leiðrétt: Villa var í Fréttablaðinu í dag en sýningin opnar á fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í Hörpu og verður opin yfir alla helgina.Hægt er að melda sig á Facebook viðburð sýningarinnar hér. HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira
„Sýningin Línur, sem er hluti af HönnunarMars, tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum og veltir því upp hvort og hvernig fjarlægðin útilokar okkur eyjaskeggja úr heimi hátískunnar,“ segir þríeykið Ellen Loftsdóttir, Hildur Yeoman og Börkur Sigþórsson um sýningu sína Línur sem opnar á morgun í Hörpu. Ellen segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún flutti heim eftir að hafa verið búsett og unnið sem stílisti í London. „Þegar ég flutti heim fannst mér úrvalið og fjölbreytileikinn í fatnaði mjög takmarkaður sem gerði mína vinnu talsvert erfiðari. Ég hafði vanist mun greiðara aðgengi að hátískufatnaði.“ segir Ellen. „Út frá þessum takmörkunum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af íslenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá Hildi Yeoman, einn af okkar bestu tískuteiknurum, til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Útkoman er áhugaverð blanda þessara tveggja tjáningarforma myndlistar og ljósmyndunar,“ segir Ellen. Hún fékk síðan ljósmyndarann Börk Sigþórsson til þess að taka myndir af fyrirsætunum Kolfinnu Kristófersdóttir, Andreu Röfn Jónasdóttir og Eddu Óskars frá Eskimó models. Förðun og hár var síðan í höndum Fríðu Maríu Harðardóttur. Leiðrétt: Villa var í Fréttablaðinu í dag en sýningin opnar á fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í Hörpu og verður opin yfir alla helgina.Hægt er að melda sig á Facebook viðburð sýningarinnar hér.
HönnunarMars Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Sjá meira