Hefur hannað allt frá hjólapumpum til ljósa Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 27. mars 2014 16:00 Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“ HönnunarMars Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Kristbjörg María Guðmundsdóttir iðnhönnuður hefur hannað fjölda ólíkra hluta, allt frá hjólapumpum til heilsuvara. Hún hefur nú hannað fjölnota borð sem hún kallar Örk og verður það til sýnis á HönnunarMars sem hefst í dag. „Nafnið vísar í form borðsins og notagildi þess sem blaðagrindar,“ segir Kristbjörg. „Borðið má nota á margvíslegan máta, sem hliðarborð, náttborð, undir ferðatölvu og jafnvel sem blómastand. Það er unnið úr stálgrind og svo er steinplata ofan á. Ég hef unnið með stál áður og finnst gaman að vinna með það. Ofan á er svo steinn sem er unninn úr hágæða, ítölsku efni, framleiddur úr 94 prósent kvarssteini. Hann hefur svipaða áferð og granít. Borðið er einfalt í samsetningu og spenna stálgrindarinnar heldur því saman og eru skrúfur því óþarfar. Það hefur létt yfirbragð og klassískt útlit.“ Kristbjörg lærði iðnhönnun í Ingvar Kamprad Design Centre í Lundi í Svíþjóð og útskrifaðist í fyrravor. „Í skólanum var mikið lagt upp úr fjölbreytileika. Þar hannaði ég til dæmis hjólapumpu, ljós og púða sem er ætlaður fólki með elliglöp. Í framhaldi af hönnun púðans fékk ég svo vinnu hjá fyrirtækinu sem framleiddi hann. Fyrirtækið framleiðir vörur fyrir heilbrigðiskerfið og var starfið skemmtilegt og spennandi,“ segir Kristbjörg. Áður en Kristbjörg fór út hafði hún hannað Sauðabindið sem fékk mikla athygli. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og hefur verið að föndra frá því í æsku. „Það lá nokkuð beint við að verða iðnhönnuður. Pabbi er húsasmíðameistari og ég fylgdist með honum við störf sín. Ég var ekki gömul þegar ég byggði heilt hús úr mjólkurfernum. Þetta var þó ekki alveg bein leið hjá mér því ég fór í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þegar ég komst svo inn í skólann úti varð ég að slá til. Þetta er mjög spennandi skóli, flott aðstaða og allt til alls,“ segir hún. Kristbjörg er alltaf með eitthvað á prjónunum og fer beint í önnur verkefni eftir HönnunarMars. „Ég þarf að fylgja borðunum eftir en svo taka önnur verkefni við. Í iðnhönnun þarf svolítið að skapa sér tækifærin sjálfur og vera duglegur.“
HönnunarMars Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira