Skammhlaup í Orkustofnun! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 27. mars 2014 07:00 Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Framlag Orkustofnunar á dögunum til frekari vinnu á sviði verndar annars vegar og mögulegrar nýtingar hins vegar á virkjunarkostum vekur furðu manns hvernig sem á það er litið. Reyndar er of veikt til orða tekið, a.m.k. í mínu tilviki, að tala um furðu. Mér er þetta frumhlaup óskiljanlegt og skapi næst að líta svo á að orðið hafi einhvers konar skammhlaup í kerfi stofnunarinnar sem er auðvitað neyðarlegt samanber nafnið. Tillögur Orkustofnunar um 27 nýja virkjanakosti inn í vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun í viðbót við kröfur virkjunaraðila um að halda til streitu svæðum sem þegar hafa verið flokkuð í vernd eru ekkert annað en tilræði. Tilræði við þá viðleitni undangenginna ára að þróa umræðu og aðferðir í þessum vandasama málaflokki í átt til aukinnar sáttar. Afrakstri vinnu að rammaáætlun undangengin ár, staðfestingu Alþingis á þeirri vinnu og lögum um rammaáætlun er einfaldlega gefið langt nef. Flokkun í verndarflokk sem hlotið hefur staðfestingu Alþingis hefur samkvæmt þessu ekkert gildi, ekki einu sinni þegar Orkustofnun á í hlut. Ef Orkustofnun er þeirrar skoðunar að hún geti, eða jafnvel að henni sé skylt eins og allt eins hefur mátt ráða af talsmönnum stofnunarinnar, sent að hennar dómi álitlega virkjunarkosti sem þegar hafa verið flokkaðir í vernd til mats eða endurmats hjá verkefnisstjórn, hvar dregur stofnunin þá mörkin? Af hverju er þá ekki bara allt sem virkjanlegt er alltaf til mats? Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvað þá er orðið um einhverja sátt í þessum efnum.Hafralónsá efri og neðri Frumlegust er þó Orkustofnun þegar hún dregur fram tuttugu ára gamla hvítbók iðnaðarráðuneytisins um hvað sé mögulegt að virkja og gerir að biblíu dagsins eins og ekkert hafi breyst síðan (sjá; Innlendar orkulindir til vinnslu raforku, iðnaðarráðuneytið, 1994). Þaðan fær Orkustofnun þá snjöllu hugmynd að láta nú verkefnisstjórn meta kosti þess að hjóla í Vatnsdalsá, Hofsá og Hafralónsá. Hvað eru þrjár af perlum bergvatnsánna og rómaðar laxveiðiár milli vina? En, reyndar fleiri en þrjár ef betur er að gáð. Í tilviki Hafralónsár er talað um efri og neðri virkjunarkosti. Samkvæmt áðurnefndri hvítbók frá 1994 er Hafralónsá neðri ekki bara Hafralónsá. Nei; heldur var þá hugmyndin og er væntanlega enn, því mér er ekki kunnugt um neinar nýrri hugmyndir um útfærslu, að veita þvert á heiðar vatni úr þremur af fimm laxveiðiám Þistilfjarðar, þ.e. Svalbarðsá, Sandá og Hölkná austur til Hafralónsár ásamt vatni úr Miðfjarðará, helstu laxveiðiá á Langanesströnd um Litlu Kverká vestur til Hafralónsár og virkja þar allt saman. Færu þá fyrir lítið Stórifoss og Dimmugljúfur sem og Stórugljúfur Hafralónsár og laxveiðin, a.m.k. í ánum sem veitt yrði úr og sumar nánast þurrkaðar upp eins og Sandá. Að ógleymdu svo öllu raskinu sem yfir 40 ferkílómetra uppistöðu- og miðlunarlónum og gríðarlegum veituskurðum þvert á heiðarnar myndi fylgja. Virkjun kennd við Hofsá er svipuð steypa. Þannig átti að taka um 40% af rennsli Selár og þriðjung af rennsli Vesturdalsár og skutla austur í Hofsá samkvæmt hvítbókinni. Bilaðar sem þessar hugmyndir voru 1994 hljóta þær að teljast óðs manns æði 2014 og Orkustofnun til lítils sóma að reyna að vekja þær upp úr gröfinni. Er nema von að manni detti í hug skammhlaup. (Höfundur tekur fram að hann á rætur sínar á bökkum Hafralónsár.)
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun