Lífið

Miklu meira en bara tískusýning

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Þema sýningar Hildar Yeoman í kvöld er frelsi manneskjunnar.
Þema sýningar Hildar Yeoman í kvöld er frelsi manneskjunnar. Mynd/Saga Sig
„Það er svona verið að hnýta lausa enda, sauma einn kjól og ganga frá fyrir sýninguna,“ segir hönnuðurinn Hildur Yeoman sem var í óðaönn að undirbúa tískusýningu sína þegar Fréttablaðið náði af henni tali.

Um er að ræða frumsýningu á nýjustu fatalínu Hildar sem nefnist Yulia og er sprottin út frá sögu Yeoman-fjölskyldunnar sem er frá austurströnd Bandaríkjanna.

Grunnþema sýningarinnar er frelsi manneskjunnar og það að hafna hinum borgaralegu lífsgildum.

„Þetta er miklu meira en bara tískusýning. Maðurinn minn, Daníel Karl, og Helgi Már, myndlistarmenn, verða með innsetningu og Sigríður Soffía dansari leiðir hóp dansara á sýningunni,“ segir Hildur en þetta er í fyrsta sinn sem hún gerir fatalínu sem er á leiðinni í framleiðslu.

„Ég er að vinna mikið með prent en fatalínan er væntanleg í búðir í haust.“

Allir eru velkomnir á sýninguna sem hefst í Hafnarhúsinu klukkan 21 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.