Skref upp á við að fara til Skandinavíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Viðar Örn Kjartansson er einn af nýju mönnunum í Noregi. Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Sem fyrr á Ísland nokkuð marga fulltrúa í úrvalsdeildunum í Svíþjóð og Noregi en nýtt tímabil í báðum deildum hefst nú um helgina. Norðmenn riðu á vaðið í gærkvöldi en fyrstu leikirnir í Svíþjóð fara fram á morgun. Samtals leika fimmtán Íslendingar í norsku deildinni og níu í þeirri sænsku, eins og sjá má hér til hliðar. Íslendingar eiga fulltrúa í níu af sextán liðum í Noregi og átta mismunandi liðum í Svíþjóð. Þess má svo geta að fimm íslenskir leikmenn leika með jafn mörgum liðum í dönsku úrvalsdeildinni en síðari hluti tímabilsins þar í landi hófst nýlega eftir vetrarfrí. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að eiga svo marga leikmenn í þessum deildum. „Það er hraðari bolti spilaður í báðum þessum deildum en hér heima og þá er keppnistímabilið lengra. Ég tel því að þetta sé tvímælalaust skref upp á við,“ segir Heimir í samtali við Fréttablaðið. Alls fóru átta leikmenn úr Pepsi-deildinni til landanna tveggja og óttast Heimir ekki að þeir hafi tekið skrefið í atvinnumennskuna of snemma. „Flestir af ungu strákunum sem hafa farið út eru í Belgíu, Hollandi eða Danmörku. Ég held að þessir strákar sem fóru til Noregs og Svíþjóðar séu tilbúnir enda hafa þeir allir sannað sig hér heima. Almennt tel ég best að gera það áður en farið er annað,“ segir Heimir. Það verður því ærið verkefni fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast með öllum þeim atvinnumönnum sem Ísland hefur eignast. „Þetta eru tæplega 90 strákar og það gefur augaleið að við getum ekki fylgst með þeim öllum. En sem betur fer höfum við aðgang að upptökum af leikjum úr öllum þeirra deildum og getum því sótt okkur leiki aftur í tímann.“ Aðeins fáeinir af þessum leikmönnum hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu en Heimir segir að það sé gott „milliskref“ að fara til Norðurlandanna. „Ef menn sanna sig í þessum löndum eiga þeir möguleika á að fara í enn sterkari deildir sem þjónar þá landsliðinu vel.“grafík/thanos
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira