Var uppgötvuð í H&M Baldvin Þormóðsson skrifar 3. apríl 2014 11:00 Sigrún Eva kann vel við sig í New York. mynd/Frederik Lentz Andersen-Euroman „Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“ RFF Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
„Ég kann mjög vel við mig hérna,“ segir hin 23 ára Sigrún Eva Jónsdóttir en hún er búsett í New York þar sem hún starfar sem fyrirsæta. „Það er samt gott að taka pásur inn á milli til þess að koma heim til Íslands og ná sér niður á jörðina,“ segir fyrirsætan sem var einmitt stödd hér á landi um síðustu helgi þar sem hún tók þátt í Reykjavík Fashion Festival. „Það var rosalega gaman en líka rosalega mikil vinna,“ segir Sigrún Eva sem gekk sýningarpallinn fyrir fimm mismunandi hönnuði. „Það var ekki mikið sofið. Það var smá skrítið að koma heim í svona þunga vinnuferð,“ segir Sigrún Eva en hún lenti á fimmtudeginum og fór strax í myndatöku fyrir Smáralindarblaðið og mátun fyrir RFF. „Síðan sýndi ég fyrir Hildi Yeoman á föstudagskvöldinu. Á laugardaginn sýndi ég síðan fyrir Cintamani, Farmers Market, Magneu og REY,“ segir Sigrún Eva sem hafði varla tíma til þess að setjast niður og anda.Var send til Kóreu Fyrirsætuferill Sigrúnar hófst óvænt þegar hún var sautján ára og stödd í New York ásamt foreldrum sínum. „Ég var í H&M þegar það kemur einhver kona upp að mér og vildi fá mig á skrá sem fyrirsætu,“ segir Sigrún Eva en konan var útsendari fyrir umboðsskrifstofu Wilhelmina Models þar sem hún starfar í dag. „Ég var ennþá í menntaskóla á þessum tíma þannig að ég var send í sumarfríinu árið eftir til Kóreu til þess að byrja að vinna. Til þess að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum þarf maður víst að safna ákveðinni reynslu og hafa starfað áður sem fyrirsæta,“ segir Sigrún Eva en hún var send til Kóreu í þeim tilgangi að sitja fyrir á auglýsingum sem birtust í kóreskum tímaritum.Sigrún Eva sýndi á RFF fyrir hönnuði á borð við Magnea.mynd/einkasafn„Þetta var rosalega fyndið. Ég vissi voðalega lítið um Kóreu,“ segir Sigrún Eva en hún þurfti að taka úr ferðatöskunni á flugvellinum vegna yfirþyngdar. „Mamma hafði pakkað svo miklu nesti fyrir mig,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég var þar í 2 mánuði áður en ég flutti síðan aftur heim til þess að klára skólann,“ segir Sigrún Eva sem flutti eftir framhaldsskólann til New York þar sem hún hefur búið í næstum því 3 ár. „New York er algjör suðupottur af alls kyns fólki, mér finnst það frábært,“ segir Sigrún Eva sem heldur samt góðu sambandi við vini og fjölskyldu á Íslandi. „Ég tala við mömmu og pabba á næstum því hverjum degi og held góðu sambandi við vinkonurnar heima." Varðandi framtíðina segir fyrirsætan hana vera algjörlega óráðna. „Ég hef svona verið að gæla við þá hugmynd að læra leiklist,“ segir hún sem hefur einnig þann möguleika að flytja til Evrópu til þess að vinna. „Líf mitt er einhvern veginn óskipulagshæft,“ segir Sigrún Eva og hlær. „Ég get aldrei skipulagt neitt lengra en mánuð fram í tímann.“
RFF Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira