Bregðumst við loftslagsvánni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir nú í áföngum fimmtu úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Kaflar um líkleg áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Það er ekki nýtt að IPCC dragi upp dökka mynd, en vísindin styrkjast með hverri úttekt og vægi niðurstöðunnar vex. Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum. Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda. Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel. Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) birtir nú í áföngum fimmtu úttekt sína á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Kaflar um líkleg áhrif loftslagsbreytinga hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Það er ekki nýtt að IPCC dragi upp dökka mynd, en vísindin styrkjast með hverri úttekt og vægi niðurstöðunnar vex. Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum. Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda. Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel. Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun