Listi yfir Íslendinga í skattaskjóli afhentur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2014 09:12 Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. NORDICPHOTOS/AFP Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira