Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 16. apríl 2014 00:01 Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar