Þroski mannauðsstjórnunar á Íslandi Martha Árnadóttir skrifar 14. maí 2014 10:00 Eitt best geymda leyndarmál mannauðsstjórnunar á Íslandi er Cranet-rannsóknin sem Háskólinn í Reykjavík hefur framkvæmt á þriggja ára fresti frá árinu 2003. Markmið rannsóknarinnar er að skoða mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Þjálfun starfsmanna – áhrifaþættir Fjölmarga áhugaverða punkta er að finna í niðurstöðum rannsóknarinnar. Sem dæmi má nefna að þegar stjórnendur eru spurðir hvaða þættir eru helst ráðandi varðandi ákvarðanatöku um þjálfun og fræðslu starfsmanna, nefnir um helmingur svarenda að ný viðfangsefni í fyrirtækinu ráði mestu. Aðeins lægra hlutfall nefnir frammistöðu starfsmanna en þá getur fræðslan bæði verið umbun eða til að auka færni sem ekki er talin næg. Þessi svör koma í sjálfu sér ekki á óvart. Það sem kemur aftur á móti á óvart er að um helmingur svarenda segir óskir starfsmanna vera ráðandi þátt í ákvarðanatökunni. Vissulega geta óskir starfsmanna og fyrirtækisins farið saman þegar kemur að þjálfun og er það vel en samt sem áður væri áhugavert að skoða þennan þátt betur. Og það sem kemur mest á óvart í svörum þátttakenda er að einungis um 25 prósent þeirra nefna að stefnumörkun og framtíðarsýn fyrirtækisins sé mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að ákvarðanatöku um fræðslu og þjálfun. Þetta væri virkilega áhugavert að skoða betur, það er af hverju fyrirtæki taka ekki meira mið af stefnu og framtíðarsýn þegar kemur að ákvarðanatöku – af hverju tekur fræðsla og þjálfun starfsmanna ekki meira mið af stefnu fyrirtækisins en raun ber vitni? Síðan svara um 15 prósent því til að framboð námskeiða sé áhrifaþáttur og er það vel skiljanlegt, námskeið eru auglýst, fá athygli, verða umtöluð og fleira. Kostnaður 2 prósent af launaveltu Hér leynast gríðarleg tækifæri til betri nýtingar fjármuna, aukinnar framleiðni og uppbyggingar fyrirtækisins til framtíðar. Oft er talið að kostnaður við fræðslu og þjálfun sé um 2 prósent af brúttólaunaveltu fyrirtækja á Íslandi, sem eru gríðarlega miklir fjármunir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt best geymda leyndarmál mannauðsstjórnunar á Íslandi er Cranet-rannsóknin sem Háskólinn í Reykjavík hefur framkvæmt á þriggja ára fresti frá árinu 2003. Markmið rannsóknarinnar er að skoða mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Þjálfun starfsmanna – áhrifaþættir Fjölmarga áhugaverða punkta er að finna í niðurstöðum rannsóknarinnar. Sem dæmi má nefna að þegar stjórnendur eru spurðir hvaða þættir eru helst ráðandi varðandi ákvarðanatöku um þjálfun og fræðslu starfsmanna, nefnir um helmingur svarenda að ný viðfangsefni í fyrirtækinu ráði mestu. Aðeins lægra hlutfall nefnir frammistöðu starfsmanna en þá getur fræðslan bæði verið umbun eða til að auka færni sem ekki er talin næg. Þessi svör koma í sjálfu sér ekki á óvart. Það sem kemur aftur á móti á óvart er að um helmingur svarenda segir óskir starfsmanna vera ráðandi þátt í ákvarðanatökunni. Vissulega geta óskir starfsmanna og fyrirtækisins farið saman þegar kemur að þjálfun og er það vel en samt sem áður væri áhugavert að skoða þennan þátt betur. Og það sem kemur mest á óvart í svörum þátttakenda er að einungis um 25 prósent þeirra nefna að stefnumörkun og framtíðarsýn fyrirtækisins sé mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að ákvarðanatöku um fræðslu og þjálfun. Þetta væri virkilega áhugavert að skoða betur, það er af hverju fyrirtæki taka ekki meira mið af stefnu og framtíðarsýn þegar kemur að ákvarðanatöku – af hverju tekur fræðsla og þjálfun starfsmanna ekki meira mið af stefnu fyrirtækisins en raun ber vitni? Síðan svara um 15 prósent því til að framboð námskeiða sé áhrifaþáttur og er það vel skiljanlegt, námskeið eru auglýst, fá athygli, verða umtöluð og fleira. Kostnaður 2 prósent af launaveltu Hér leynast gríðarleg tækifæri til betri nýtingar fjármuna, aukinnar framleiðni og uppbyggingar fyrirtækisins til framtíðar. Oft er talið að kostnaður við fræðslu og þjálfun sé um 2 prósent af brúttólaunaveltu fyrirtækja á Íslandi, sem eru gríðarlega miklir fjármunir.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun