Fjárfestingaáætlun fullfjármögnuð Steingrímur J. Sigfússon skrifar 16. maí 2014 07:00 Það hljóp heldur betur á snærið hjá fjármálaráðherra, ríkissjóði og okkur öllum nú í lok mars þegar Landsbanki Íslands hf. greiddi eiganda sínum arð upp á tæpa 20 milljarða á einu bretti. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem öllum er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á 19,7 milljarða arðgreiðsla Landsbankans stærstan þátt í að skýra áframhaldandi afkomubata ríkisins milli ára sem að sjálfsögðu er fagnaðarefni. Liðurinn „aðrar tekjur“ í bókhaldi ríkisins hækkar þannig úr 10,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2013 í 28,2 milljarða 2014. Með samfelldum efnahagsbata síðan 2011 eru hinir almennu skattstofnar ríkisins einnig að skila vaxandi tekjum án þess að skatthlutföllum sé breytt. Er þar á ferðinni vel þekkt þróun sem að sjálfsögðu myndi jafnt og þétt bæta afkomu ríkisins, það er að segja ef tekjur ríkisins væru ekki skertar með öðrum ráðstöfunum á móti. það hefur hins vegar ný ríkisstjórn því miður gert og mun koma fram með fullum þunga á árunum 2015-2016. En arðgreiðsla Landsbankans til ríkisins nú á dögunum færir okkur aðrar athyglisverðar upplýsingar. Með þessari einu greiðslu væri fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar fullfjármögnuð á árinu 2014 og gott betur þrátt fyrir stórlækkun núverandi ríkisstjórnar á sérstöku veiðigjaldi. Áætlunin byggði á 5,7 milljarða fjármögnun frá sérstöku veiðigjaldi og rúmlega 6,6 milljörðum frá arði eða eignasölu tengt eignarhlutum ríkisins í bönkum. Samtals gerði þannig áætlunin ráð fyrir liðlega 12,3 milljörðum á árinu 2014 til fjárfestinga í samgöngumálum, nýsköpun, rannsóknum og þróun, til eflingar skapandi greina, uppbyggingar ferðamannastaða, græna hagkerfisins o.s.frv. Allur söngur stjórnarliða á síðastliðnu hausti um að fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar væri ófjármögnuð er hruninn til grunna. Endurtekið og ótal sinnum var sagt: Fjárfestingaáætlunin er ófjármögnuð og því ekkert annað að gera en skerða framlög til dæmis til rannsókna- og tækniþróunarsjóða, til Markáætlunar, til sóknaráætlana landshlutanna, til þjóðgarða og friðlýstra svæða og til uppbyggingar ferðamannastaða (sem ríkisstjórnin hefur klúðrað með ævintýralegum og grafalvarlegum hætti). Textarnir um ófjármagnaða áætlun sem voru samviskusamlega endurprentaðir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þar sem niðurskurðurinn á hverjum liðnum á fætur öðrum var réttlættur, eldast sömuleiðis illa. Þolendur ofangreinds niðurskurðar mega hafa þetta í huga. Vandinn er ekki að fjárfestingaáætlunin væri ófjármögnuð og þaðan af síður að verkefnin séu ekki þörf og brýn. Vandinn er stefna núverandi ríkisstjórnar, smæð hennar þegar kemur að öllu sem fyrri ríkisstjórn tengist og fornaldarleg viðhorf til nýsköpunar, umhverfis- og atvinnumála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljóp heldur betur á snærið hjá fjármálaráðherra, ríkissjóði og okkur öllum nú í lok mars þegar Landsbanki Íslands hf. greiddi eiganda sínum arð upp á tæpa 20 milljarða á einu bretti. Samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri sem öllum er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á 19,7 milljarða arðgreiðsla Landsbankans stærstan þátt í að skýra áframhaldandi afkomubata ríkisins milli ára sem að sjálfsögðu er fagnaðarefni. Liðurinn „aðrar tekjur“ í bókhaldi ríkisins hækkar þannig úr 10,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2013 í 28,2 milljarða 2014. Með samfelldum efnahagsbata síðan 2011 eru hinir almennu skattstofnar ríkisins einnig að skila vaxandi tekjum án þess að skatthlutföllum sé breytt. Er þar á ferðinni vel þekkt þróun sem að sjálfsögðu myndi jafnt og þétt bæta afkomu ríkisins, það er að segja ef tekjur ríkisins væru ekki skertar með öðrum ráðstöfunum á móti. það hefur hins vegar ný ríkisstjórn því miður gert og mun koma fram með fullum þunga á árunum 2015-2016. En arðgreiðsla Landsbankans til ríkisins nú á dögunum færir okkur aðrar athyglisverðar upplýsingar. Með þessari einu greiðslu væri fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar fullfjármögnuð á árinu 2014 og gott betur þrátt fyrir stórlækkun núverandi ríkisstjórnar á sérstöku veiðigjaldi. Áætlunin byggði á 5,7 milljarða fjármögnun frá sérstöku veiðigjaldi og rúmlega 6,6 milljörðum frá arði eða eignasölu tengt eignarhlutum ríkisins í bönkum. Samtals gerði þannig áætlunin ráð fyrir liðlega 12,3 milljörðum á árinu 2014 til fjárfestinga í samgöngumálum, nýsköpun, rannsóknum og þróun, til eflingar skapandi greina, uppbyggingar ferðamannastaða, græna hagkerfisins o.s.frv. Allur söngur stjórnarliða á síðastliðnu hausti um að fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar væri ófjármögnuð er hruninn til grunna. Endurtekið og ótal sinnum var sagt: Fjárfestingaáætlunin er ófjármögnuð og því ekkert annað að gera en skerða framlög til dæmis til rannsókna- og tækniþróunarsjóða, til Markáætlunar, til sóknaráætlana landshlutanna, til þjóðgarða og friðlýstra svæða og til uppbyggingar ferðamannastaða (sem ríkisstjórnin hefur klúðrað með ævintýralegum og grafalvarlegum hætti). Textarnir um ófjármagnaða áætlun sem voru samviskusamlega endurprentaðir í greinargerð fjárlagafrumvarpsins þar sem niðurskurðurinn á hverjum liðnum á fætur öðrum var réttlættur, eldast sömuleiðis illa. Þolendur ofangreinds niðurskurðar mega hafa þetta í huga. Vandinn er ekki að fjárfestingaáætlunin væri ófjármögnuð og þaðan af síður að verkefnin séu ekki þörf og brýn. Vandinn er stefna núverandi ríkisstjórnar, smæð hennar þegar kemur að öllu sem fyrri ríkisstjórn tengist og fornaldarleg viðhorf til nýsköpunar, umhverfis- og atvinnumála.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun