Vistheimt gegn náttúruvá Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun