„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Ingvar Haraldsson skrifar 24. maí 2014 07:15 Borgarstarfsmenn þurftu að hreinsa upp svínshöfuð sem dreift var á fyrirhugaða byggingarlóð í Sogamýri í Reykjavík síðastliðinn vetur. Vísir/Vilhelm Oddvitar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru sammála um að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins, séu vart svaraverð. Sveinbjörg sagði í gær að hún teldi að afturkalla ætti úthlutun lóðar til byggingar mosku í Sogamýri í Reykjavík. Hún sagði að á meðan þjóðkirkja væri á Íslandi væri ekki rétt að byggja hér moskur. Hreiðar Eiríksson, fimmti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur dregið stuðning sinn við framboðið til baka vegna ummæla Sveinbjargar. Enginn oddvitanna sem rætt var við segir koma til greina að draga lóðarúthlutun Reykjavíkurborgar til moskubyggingar til baka.Samhljómur um gagnrýni á ummælin „Þetta er örvæntingarfull leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. En maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir umæli Sveinbjargar furðuleg. „Þetta er undarleg afstaða á 21. öldinni í samfélagi þar sem trúfrelsi og mannréttindi eiga að vera virt.“ Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík, segir mikilvægt að gæta jafnréttis meðal trúfélaga, múslima jafnt sem annarra. S. Björn Blöndal segir ummælin dæma sig sjálf. Bæði Björn og Halldór, kapteinn Pírata, telja að ekki ætti að skylda sveitarfélög til að úthluta trúfélögum lóðum þeim að kostnaðarlausu. Trúfélög ættu að sjá um slíkt sjálf. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og aðrir oddvitar og sagði mikilvægt að trúfrelsi væri virt. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sagði að þessi umræða kæmi honum ekki á óvart. „Það eru um fjögur þúsund manns í hópi á Facebook gegn byggingu mosku í Reykjavík.“ Hann bætti þó við að hann teldi þessi ummæli ekki líkleg til vinsælda. „Þegar svínshöfðum var dreift á fyrirhugaða byggingarlóð mosku fundum við fyrir mikilli samúð.“ Sverrir bendir einnig á að sé þetta stefna Framsóknarflokksins hljóti hann að þurfa að endurskoða aðild sína að Samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fór rangt með fjölda atriða í gær.Rangfærslur SveinbjargarÍ viðtali við Vísi.is í gær fór Sveinbjörg rangt með fjölda atriða. Sveinbjörg hélt því fram að hún væri eini frambjóðandinn á lista í Reykjavík sem búið hefði í erlendis. Hið rétta er að frambjóðendur úr flestum ef ekki öllum flokkum hafa búið erlendis. Sveinbjörg sagði einnig að engar kirkjur væru í Abu Dhabi. Fjöldi kirkna er í Abu Dhabi. Kirkjur eru í öllum löndum múslima nema Sádi-Arabíu. Í Abu Dhabi er heldur ekki stærsta moska í heimi líkt og Sveinbjörg hélt fram. Stærsta moska í heimi er í Mekka, í Sádí-Arabíu. Hún hélt þar að auki fram að engar moskur væru í Lúxemborg. Það reyndist heldur ekki rétt hjá oddvitanum. Sveinbjörg sagðist einnig ekki vera á móti byggingu bænahúsa múslima í Reykjavík, einungis mosku. Múslimar gera engan greinarmun á bænahúsi og mosku. Samkvæmt orðabók er moska bænahús múslima. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Hvorki náðist í Sigurð Inga Jóhannesson, varaformann Framsóknarflokksins, né Eygló Harðardóttur jafnréttismálaráðherra vegna málsins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Oddvitar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru sammála um að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins, séu vart svaraverð. Sveinbjörg sagði í gær að hún teldi að afturkalla ætti úthlutun lóðar til byggingar mosku í Sogamýri í Reykjavík. Hún sagði að á meðan þjóðkirkja væri á Íslandi væri ekki rétt að byggja hér moskur. Hreiðar Eiríksson, fimmti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur dregið stuðning sinn við framboðið til baka vegna ummæla Sveinbjargar. Enginn oddvitanna sem rætt var við segir koma til greina að draga lóðarúthlutun Reykjavíkurborgar til moskubyggingar til baka.Samhljómur um gagnrýni á ummælin „Þetta er örvæntingarfull leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. En maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir umæli Sveinbjargar furðuleg. „Þetta er undarleg afstaða á 21. öldinni í samfélagi þar sem trúfrelsi og mannréttindi eiga að vera virt.“ Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík, segir mikilvægt að gæta jafnréttis meðal trúfélaga, múslima jafnt sem annarra. S. Björn Blöndal segir ummælin dæma sig sjálf. Bæði Björn og Halldór, kapteinn Pírata, telja að ekki ætti að skylda sveitarfélög til að úthluta trúfélögum lóðum þeim að kostnaðarlausu. Trúfélög ættu að sjá um slíkt sjálf. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og aðrir oddvitar og sagði mikilvægt að trúfrelsi væri virt. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sagði að þessi umræða kæmi honum ekki á óvart. „Það eru um fjögur þúsund manns í hópi á Facebook gegn byggingu mosku í Reykjavík.“ Hann bætti þó við að hann teldi þessi ummæli ekki líkleg til vinsælda. „Þegar svínshöfðum var dreift á fyrirhugaða byggingarlóð mosku fundum við fyrir mikilli samúð.“ Sverrir bendir einnig á að sé þetta stefna Framsóknarflokksins hljóti hann að þurfa að endurskoða aðild sína að Samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fór rangt með fjölda atriða í gær.Rangfærslur SveinbjargarÍ viðtali við Vísi.is í gær fór Sveinbjörg rangt með fjölda atriða. Sveinbjörg hélt því fram að hún væri eini frambjóðandinn á lista í Reykjavík sem búið hefði í erlendis. Hið rétta er að frambjóðendur úr flestum ef ekki öllum flokkum hafa búið erlendis. Sveinbjörg sagði einnig að engar kirkjur væru í Abu Dhabi. Fjöldi kirkna er í Abu Dhabi. Kirkjur eru í öllum löndum múslima nema Sádi-Arabíu. Í Abu Dhabi er heldur ekki stærsta moska í heimi líkt og Sveinbjörg hélt fram. Stærsta moska í heimi er í Mekka, í Sádí-Arabíu. Hún hélt þar að auki fram að engar moskur væru í Lúxemborg. Það reyndist heldur ekki rétt hjá oddvitanum. Sveinbjörg sagðist einnig ekki vera á móti byggingu bænahúsa múslima í Reykjavík, einungis mosku. Múslimar gera engan greinarmun á bænahúsi og mosku. Samkvæmt orðabók er moska bænahús múslima. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Hvorki náðist í Sigurð Inga Jóhannesson, varaformann Framsóknarflokksins, né Eygló Harðardóttur jafnréttismálaráðherra vegna málsins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent