„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Ingvar Haraldsson skrifar 24. maí 2014 07:15 Borgarstarfsmenn þurftu að hreinsa upp svínshöfuð sem dreift var á fyrirhugaða byggingarlóð í Sogamýri í Reykjavík síðastliðinn vetur. Vísir/Vilhelm Oddvitar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru sammála um að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins, séu vart svaraverð. Sveinbjörg sagði í gær að hún teldi að afturkalla ætti úthlutun lóðar til byggingar mosku í Sogamýri í Reykjavík. Hún sagði að á meðan þjóðkirkja væri á Íslandi væri ekki rétt að byggja hér moskur. Hreiðar Eiríksson, fimmti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur dregið stuðning sinn við framboðið til baka vegna ummæla Sveinbjargar. Enginn oddvitanna sem rætt var við segir koma til greina að draga lóðarúthlutun Reykjavíkurborgar til moskubyggingar til baka.Samhljómur um gagnrýni á ummælin „Þetta er örvæntingarfull leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. En maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir umæli Sveinbjargar furðuleg. „Þetta er undarleg afstaða á 21. öldinni í samfélagi þar sem trúfrelsi og mannréttindi eiga að vera virt.“ Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík, segir mikilvægt að gæta jafnréttis meðal trúfélaga, múslima jafnt sem annarra. S. Björn Blöndal segir ummælin dæma sig sjálf. Bæði Björn og Halldór, kapteinn Pírata, telja að ekki ætti að skylda sveitarfélög til að úthluta trúfélögum lóðum þeim að kostnaðarlausu. Trúfélög ættu að sjá um slíkt sjálf. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og aðrir oddvitar og sagði mikilvægt að trúfrelsi væri virt. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sagði að þessi umræða kæmi honum ekki á óvart. „Það eru um fjögur þúsund manns í hópi á Facebook gegn byggingu mosku í Reykjavík.“ Hann bætti þó við að hann teldi þessi ummæli ekki líkleg til vinsælda. „Þegar svínshöfðum var dreift á fyrirhugaða byggingarlóð mosku fundum við fyrir mikilli samúð.“ Sverrir bendir einnig á að sé þetta stefna Framsóknarflokksins hljóti hann að þurfa að endurskoða aðild sína að Samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fór rangt með fjölda atriða í gær.Rangfærslur SveinbjargarÍ viðtali við Vísi.is í gær fór Sveinbjörg rangt með fjölda atriða. Sveinbjörg hélt því fram að hún væri eini frambjóðandinn á lista í Reykjavík sem búið hefði í erlendis. Hið rétta er að frambjóðendur úr flestum ef ekki öllum flokkum hafa búið erlendis. Sveinbjörg sagði einnig að engar kirkjur væru í Abu Dhabi. Fjöldi kirkna er í Abu Dhabi. Kirkjur eru í öllum löndum múslima nema Sádi-Arabíu. Í Abu Dhabi er heldur ekki stærsta moska í heimi líkt og Sveinbjörg hélt fram. Stærsta moska í heimi er í Mekka, í Sádí-Arabíu. Hún hélt þar að auki fram að engar moskur væru í Lúxemborg. Það reyndist heldur ekki rétt hjá oddvitanum. Sveinbjörg sagðist einnig ekki vera á móti byggingu bænahúsa múslima í Reykjavík, einungis mosku. Múslimar gera engan greinarmun á bænahúsi og mosku. Samkvæmt orðabók er moska bænahús múslima. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Hvorki náðist í Sigurð Inga Jóhannesson, varaformann Framsóknarflokksins, né Eygló Harðardóttur jafnréttismálaráðherra vegna málsins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Oddvitar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru sammála um að ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins, séu vart svaraverð. Sveinbjörg sagði í gær að hún teldi að afturkalla ætti úthlutun lóðar til byggingar mosku í Sogamýri í Reykjavík. Hún sagði að á meðan þjóðkirkja væri á Íslandi væri ekki rétt að byggja hér moskur. Hreiðar Eiríksson, fimmti maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur dregið stuðning sinn við framboðið til baka vegna ummæla Sveinbjargar. Enginn oddvitanna sem rætt var við segir koma til greina að draga lóðarúthlutun Reykjavíkurborgar til moskubyggingar til baka.Samhljómur um gagnrýni á ummælin „Þetta er örvæntingarfull leið til þess að afla atkvæða á síðustu dögum kosningabaráttunnar. En maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir umæli Sveinbjargar furðuleg. „Þetta er undarleg afstaða á 21. öldinni í samfélagi þar sem trúfrelsi og mannréttindi eiga að vera virt.“ Halldór Auðar Svansson, kapteinn Pírata í Reykjavík, segir mikilvægt að gæta jafnréttis meðal trúfélaga, múslima jafnt sem annarra. S. Björn Blöndal segir ummælin dæma sig sjálf. Bæði Björn og Halldór, kapteinn Pírata, telja að ekki ætti að skylda sveitarfélög til að úthluta trúfélögum lóðum þeim að kostnaðarlausu. Trúfélög ættu að sjá um slíkt sjálf. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og aðrir oddvitar og sagði mikilvægt að trúfrelsi væri virt. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sagði að þessi umræða kæmi honum ekki á óvart. „Það eru um fjögur þúsund manns í hópi á Facebook gegn byggingu mosku í Reykjavík.“ Hann bætti þó við að hann teldi þessi ummæli ekki líkleg til vinsælda. „Þegar svínshöfðum var dreift á fyrirhugaða byggingarlóð mosku fundum við fyrir mikilli samúð.“ Sverrir bendir einnig á að sé þetta stefna Framsóknarflokksins hljóti hann að þurfa að endurskoða aðild sína að Samtökum frjálslyndra flokka í Evrópu.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir fór rangt með fjölda atriða í gær.Rangfærslur SveinbjargarÍ viðtali við Vísi.is í gær fór Sveinbjörg rangt með fjölda atriða. Sveinbjörg hélt því fram að hún væri eini frambjóðandinn á lista í Reykjavík sem búið hefði í erlendis. Hið rétta er að frambjóðendur úr flestum ef ekki öllum flokkum hafa búið erlendis. Sveinbjörg sagði einnig að engar kirkjur væru í Abu Dhabi. Fjöldi kirkna er í Abu Dhabi. Kirkjur eru í öllum löndum múslima nema Sádi-Arabíu. Í Abu Dhabi er heldur ekki stærsta moska í heimi líkt og Sveinbjörg hélt fram. Stærsta moska í heimi er í Mekka, í Sádí-Arabíu. Hún hélt þar að auki fram að engar moskur væru í Lúxemborg. Það reyndist heldur ekki rétt hjá oddvitanum. Sveinbjörg sagðist einnig ekki vera á móti byggingu bænahúsa múslima í Reykjavík, einungis mosku. Múslimar gera engan greinarmun á bænahúsi og mosku. Samkvæmt orðabók er moska bænahús múslima. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um ummæli Sveinbjargar. Hvorki náðist í Sigurð Inga Jóhannesson, varaformann Framsóknarflokksins, né Eygló Harðardóttur jafnréttismálaráðherra vegna málsins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sjá meira
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08