Eldheimar opnaðir í Eyjum Freyr Bjarnason skrifar 24. maí 2014 07:00 Skærin týndust við athöfnina í gær og því var borðinn einfaldlega tekinn í burtu. Frá vinstri: Illugi Gunnarsson, Gerður Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Elliði Vignisson. Mynd/Óskar Friðriksson „Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent